Ætti að fá skussaverðlaun

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er furðu lost­inn yfir þess­um vinnu­brögðum. Okk­ur eru gefn­ir tveir dag­ar til að svara þess­um um­sögn­um, á meðan ráðherr­ann er bú­inn að taka sér næst­um fjóra og hálf­an mánuð til að svara um­sókn okk­ar um leyfi til hval­veiða. Þetta er með ólík­ind­um,“ seg­ir Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Viðbragða hans var leitað við þeim um­mæl­um Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra á Alþingi í gær að Hval­ur hefði frest til dags­ins í dag, föstu­dags, til að bregðast við um­sögn­um frá 15 sam­tök­um og stofn­un­um um um­sókn fyr­ir­tæk­is­ins um veiðar á langreyði. Ráðuneytið sendi Hval um­sagn­irn­ar sl. miðviku­dag. Kvaðst ráðherr­ann ætla að taka um það ákvörðun á þriðju­dag­inn nk. hvort veita ætti Hval leyfi til hval­veiða.

„Fyrst þetta er svona fáum við nán­ast eng­an tíma til að svara. Þetta er stjórn­sýsla sem ætti að fá skussa­verðlaun Nó­bels. Ætli þetta sé kennt á stjórn­sýslu­nám­skeiðum í Stjórn­ar­ráðinu?“ spyr Kristján og seg­ist velta því fyr­ir sér hvort ráðuneytið ætli að til­einka sér svona vinnu­brögð í framtíðinni og svara sjálft fyr­ir­spurn­um sem til þess sé beint eft­ir tvo daga.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: