Hvar er Beyoncé?

Tónlistarkonan Beyoncé.
Tónlistarkonan Beyoncé. Skjáskot/Instagram

Tón­list­ar­brans­inn vest­an­hafs er í þann mund að til­kynna manns­hvarf en tón­list­ar­kon­an Giselle Know­les-Cart­er, bet­ur þekkt sem Beyoncé, hef­ur lítið sem ekk­ert sést op­in­ber­lega eft­ir að nýj­asta plata henn­ar Cow­boy Cart­er kom út fyr­ir um tveim­ur mánuðum. 

Eðli máls­ins sam­kvæmt þykir þetta afar óvenju­legt þar sem nýja kántrí-plat­an hef­ur nú þegar sprengt alla vin­sæld­arlista í Banda­ríkj­un­um. 

Heim­ild­armaður seg­ir að ástæðan gæti verið sú að Beyoncé og eig­inmaður henn­ar, tón­list­armaður­inn Shawn Cor­ey Cart­er, bet­ur þekkt­ur und­ir sviðsnafn­inu Jay-Z, séu að láta lítið fyr­ir sér fara á meðan rétt­ar­höld­um rapp­ar­ans Sean Diddy Combs standa yfir. Rapp­ar­inn hef­ur verið vin­ur stjörnup­ars­ins til margra ára en hann hef­ur fengið á sig átta kær­ur frá því í nóv­em­ber síðastliðnum. 

Hann bæt­ir við að síðustu vik­ur hefðu átt að vera tím­inn fyr­ir Beyoncé til að láta ljós sitt skína og kynna nýju kántrí-plöt­una sína. 

„Þetta átti að vera tími Beyoncé, með sína stór­kost­legu kántrí-plötu sem lengi hafði verið beðið eft­ir og kom út fyr­ir aðeins tveim­ur mánuðum. Síðan þá hef­ur hún hvergi verið sjá­an­leg. Plat­an er á hraðri leið niður vin­sældal­ista og Jay Z og Beyoncé láta ekki sjá sig í sviðsljós­inu,“ seg­ir hann.

Segja tón­list­ar­kon­una og plöt­una hafa horfið

Plat­an virt­ist hafa alla burði til að ná stór­kost­leg­um ár­angri en með Beyoncé syngja fleiri stór­stjörn­ur á plöt­unni á borð við Dolly Part­on, Willie Nel­son og Miley Cyr­us. Hingað til virðist plat­an ekki eins mik­ill „hitt­ari“ líkt og marg­ir bjugg­ust við. 

„Það er eitt­hvað í gangi. Plat­an kom út með lát­um. Núm­er eitt alls staðar. Nú hef­ur bæði hún og plat­an horfið,“ seg­ir heim­ild­armaður­inn.

Beyoncé hef­ur slegið hvert metið á fæt­ur öðru í tónlist en eng­inn í sög­unni hef­ur unnið jafn mörg Grammy-verðlaun og hún, 32 tals­ins. Hins veg­ar hef­ur tón­list­ar­kon­an aldrei unnið plötu árs­ins en vinn­ings­lík­ur henn­ar minnka með hverj­um deg­in­um þar sem ekk­ert er að frétta í markaðssetn­ingu plöt­unn­ar. 

Page six

mbl.is