Patrik gerir aðra tilraun til að halda útgáfutónleika

Tónlistarmaðurinn Pat­rik Snær Atla­son.
Tónlistarmaðurinn Pat­rik Snær Atla­son. Ljósmynd/Helgi Ómars

Tón­list­armaður­inn Pat­rik Snær Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem Pretty­boitjok­ko, ætl­ar að gera aðra til­raun til að halda út­gáfu­tón­leika fyr­ir nýju plöt­una sína PBT 2.0 í dag klukk­an 20:00 á Reykja­vík­ur­höfn. Tón­leik­arn­ir áttu upp­runa­lega að fara fram þann 31. maí en kraft­mik­il vor­lægð varð boðflenna og því þurfti Pat­rik að fresta tón­leika­veisl­unni.

Pat­rik gaf út plöt­una fyr­ir tveim­ur vik­um síðan en hún hef­ur fengið frá­bær­ar viðtök­ur. Um er að ræða níu laga skífu þar sem meðal ann­ars tón­list­ar­kon­an Guðlaug Sól­ey Hösk­ulds­dótt­ir, oft­ast kölluð Gugus­ar, syng­ur með Pat­rik í lag­inu Horf­ir á mig.

Pat­rik býður öll­um gest­um ókeyp­is á tón­leik­ana en þeir munu fara fram hjá hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu Eld­ingu. Svo virðist sem Pat­rik muni spila á skipi á tón­leik­un­um og því munu áhorf­end­ur geta notið sjón­arspils­ins og dansað við tón­list­ina á bryggj­unni. 

Einnig held­ur Pat­rik út­gáfu­tón­leika í Kaup­manna­höfn þann 21. júní en tó­leika­gest­ir þar fá líka að njóta tón­list­ar­inn­ar að kostnaðarlausu. 

Pat­rik lof­ar betra veðri í kvöld en 31. maí og bú­ast má við skraut­leg­um tón­leik­um hjá hon­um. 

mbl.is