Spursmál: Er Bjarni Ben á pólitísku jarðsprengjusvæði?

Sandra Hlíf Ocares, Bjarni Benediktsson og Gunnar Bragi Sveinsson eru …
Sandra Hlíf Ocares, Bjarni Benediktsson og Gunnar Bragi Sveinsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála.

Þátt­ur­inn var sýnd­ur klukk­an 14 í dag en upp­töku af hon­um má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að neðan, á Spotify og eða Youtu­be, og er hann öll­um aðgengi­leg­ur.

Mun rík­is­stjórn­in halda út?

Þjarmað var að Bjarna um rík­is­stjórn­ar­sam­starfið, rík­is­fjár­mál­in, ný­kjör­inn for­seta, hval­veiðar og hæl­is­leit­enda­mál, svo eitt­hvað sé nefnt.

Stór mál hafa beðið af­greiðslu í þing­inu und­an­farið en ný yf­ir­staðnar for­seta­kosn­ing­ar höfðu áhrif á störf þing­manna og rík­is­stjórn­ar sem nú er sögð hanga á bláþræði eft­ir brott­hvarf Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

Knúið var á um svör um stjórn­ar­sam­starfið, framtíðar stjórn­ar­mynst­ur og hvort bú­ast megi við að boðað verði til kosn­inga á kom­andi miss­er­um vegna þeirr­ar óein­ing­ar sem virðist þríf­ast inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Rýnt í frétt­ir vik­unn­ar

Yf­ir­ferð á helstu frétt­um vik­unn­ar var að vanda á sín­um stað. Var það í hönd­um þeirra Gunn­ars Braga Sveins­son­ar fyrr­ver­andi ráðherra og Söndru Hlíf­ar Ocares vara­borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins að fara yfir það sem komst í há­mæli í líðandi viku.

Fylgstu með spenn­andi sam­fé­lagsum­ræðu í Spurs­mál­um alla föstu­daga klukk­an 14 hér á mbl.is.

mbl.is