Þjarmað að Bjarna

Sandra Hlíf Ocares, Bjarni Benediktsson og Gunnar Bragi Sveinsson eru …
Sandra Hlíf Ocares, Bjarni Benediktsson og Gunnar Bragi Sveinsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra sit­ur fyr­ir svör­um í næsta þætti af Spurs­mál­um und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar. Þátt­ur­inn verður sýnd­ur hér á mbl.is klukk­an 14 í dag. 

Bjarni tók við for­sæt­is­ráðuneyt­inu í apríl eft­ir brott­hvarf Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur við mis­góðar und­ir­tekt­ir al­menn­ings. Er þetta í annað sinn sem rík­is­stjórn starfar und­ir for­ystu Bjarna því árið 2017 gegndi hann einnig hlut­verki for­sæt­is­ráðherra.

Í þætt­in­um verður þjarmað að Bjarna og knúið á um svör við ýms­um hags­muna­mál­um er varða þjóðina. Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið hef­ur mikið verið í umræðunni und­an­farna daga og rík­is­fjár­mál­in ekki síður, ákv­arðanir mat­vælaráðherra um hval­veiðar og ný­kjör­inn for­seti Íslands verður á meðal þess sem rætt verður í Spurs­mál­um þess­ar­ar viku.

Frétt­ir vik­unn­ar gerðar upp

Auk Bjarna mæta þau Gunn­ar Bragi Sveins­son fyrr­ver­andi ráðherra og Sandra Hlíf Ocares vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í settið til að rýna helstu frétt­ir líðandi viku.

Ekki missa af upp­lýs­andi og líf­legri sam­fé­lagsum­ræðu í Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14. 

mbl.is