Þorskstofninn fari hægt minnkandi

Haustrall Hafrannsóknastofnunar á Íslandsmiðum haustið 2022. Stofnunin leggur nú til …
Haustrall Hafrannsóknastofnunar á Íslandsmiðum haustið 2022. Stofnunin leggur nú til að xxx verði xxx fyrir fiskveiðiárið 2024/2025. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að afla­mark í þorski á næsta fisk­veiðiári verði ekki meira en 213.214 tonn sem er tæp­lega 1% aukn­ing frá nú­ver­andi fisk­veiðiári, en stofn­un­in ger­ir ráð fyr­ir að stofn­stærðin fari hægt minnk­andi næstu tvö árin.

Þetta er meðal þess sem fram kom á kynn­ing­ar­fundi stofn­un­ar­inn­ar vegna ráðgjaf­ar stofn­un­ar­inn­ar um há­marks­veiði fyr­ir næsta fisk­veiðiár sem hefst 1. sept­em­ber.

Bjarki Þór Elvars­son, fag­stjóri ráðgjaf­ar hjá Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, kynnti ráðgjöf­ina í húsa­kynn­um stofn­un­ar­inn­ar í Hafnar­f­irði í dag og benti hann á að helstu frá­vik frá meðalástandi ár­ganga þorsks er ár­gang­ur­inn 2019 sem er yfir meðallagi, en 2016 og 2018 eru und­ir. Þá er ár­gang­ur­inn 2021 sá minnsti í fimm ár.

Stofn­un­in legg­ur til að ekki verði veitt meira en 76.774 tonn af ýsu sem er 0,5% aukn­ing frá nú­ver­andi fisk­veiðiári. Ýsu­stofn­inn hef­ur vaxið mikið á und­an­förn­um árum og sagði Bjarki Þór að ekki sé bú­ist við mikl­um vexti þegar horft er til næstu ára.

Þá eyskt ráðgjöf í ufsa lít­il­lega, en talið er að stofn­inn kunni að hafa verið of­met­inn þegar litið er til sam­an­b­urðar á stofn­mati síðustu ára. Til stend­ur að end­ur­skoða afla­reglu og stofn­matsaðferð fyr­ir ufsa fyr­ir næsta fisk­veiðiár.

Áfram er ekki gert ráð fyr­ir nein­um djúpkarfa­veiðum.

Bjarki Þór Elvarsson, fagstjóri ráðgjafar hjá Hafrannsóknastofnun.
Bjarki Þór Elvars­son, fag­stjóri ráðgjaf­ar hjá Haf­rann­sókna­stofn­un. mbl.is/​Há­kon Páls­son

Aukn­ing í gull­karfa en lækk­un í grá­lúðu

At­hygli vek­ur að ráðgjöf fyr­ir gull­karfa eykst um 13,6% í 46.911 tonn. Upp­lýsti Bjarki þór að ráðgjöf­in hækki vegna þess að stofn­stærðin er met­in stærri en áður vegna aukn­ing­ar í haustr­alli 2023 og að afli 2023 var minni en gert var ráð fyr­ir.

Árgang­arn­ir 2000 til 2007 eru sagðir uppistaða gull­karfa­afl­ans 2023 og eru ár­gang­ar allt frá ár­inu 2009 metn­ir slak­ir.

Þá legg­ur Haf­rann­sókna­stofn­un til að ekki verði veitt meira en 17.890 tonn af grá­lúðu sem er 9% minni ráðgjöf en fyr­ir yf­ir­stand­andi fisk­veiðiár. Lækk­ar ráðgjöf þar sem stofn­inn er sagður und­ir varúðarmörk­um, en vís­bend­ing­ar eru um góða nýliðun.

Útskýrði Bjarki Þór að ráðgjöf í fyrra hafi verið lækkuð vegna end­ur­mats á viðmiðun­ar­punkt­um, það hafði verið villa sem þurfti að bregðast við.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is