Bjarni: Gefur ekkert fyrir orð Sunnu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra tel­ur að starfsmaður þing­flokks VG hafi gengið mjög langt í skrif­um sín­um um stjórn­ar­sam­starfið í liðinni viku og vís­ar þar í pist­il Sunnu Val­gerðardótt­ur.

    Hann er spurður út í þessi skrif í nýj­asta þætti Spurs­mála en í skrif­um sín­um spyrðir Sunna sam­an þeirri staðreynd að Katrín Jak­obs­dótt­ir, frá­far­andi formaður VG laut í lægra haldi gegn Höllu Tóm­as­dótt­ur, í for­seta­kjöri um síðustu helgi, og þeim tíðind­um sem bár­ust í nýj­ustu könn­un Gallup að VG mæl­ist ein­ung­is með 3,3% fylgi.

    Orðaskipt­in

    Orðaskipt­in vegna þess­ara skrifa má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en einnig rituð upp hér að neðan:

    Eft­ir að ljóst varð að Katrín Jak­obs­dótt­ir yrði ekki for­seti þá birt­ist á vef­miðlum, og fés­bók, pist­ill eft­ir Sunnu Val­gerðardótt­ur, sem var þar til fyr­ir skemmstu póli­tísk­ur komm­entator hjá Rík­is­sjón­varp­inu en er núna orðin starfsmaður þing­flokks VG. Þar fór hún mik­inn og virðist tala fyr­ir því að nú sé mæl­ir­inn full­ur í sam­skipt­um og sam­starfi ykk­ar flokk­anna. Hún seg­ir flokk­inn standa fyr­ir fé­lags­legt rétt­læti, kven­frelsi, frið og nátt­úru­vernd. Eru þetta hug­tök sem eru fjar­skyld þeirri stefnu sem þú tal­ar fyr­ir?

    Er ekki með at­kvæðis­rétt

    „Nei, ég myndi ekki skrifa upp á það að við töluðum ekki fyr­ir fé­lags­legu rétt­læti og friði svo dæmi séu tek­in. En henni er frjálst að hafa sína skoðun, hún sæk­ir ekki umboð til mín og ég þarf ekki að treysta á henn­ar stuðning í sjálfu sér, hún er hvorki með at­kvæðis­rétt né skuld­bund­in af neinu því sem um hef­ur verið samið milli flokk­anna.“

    Mjög langt gengið

    En þetta er óvana­legt að starfsmaður þing­flokks tali með jafn af­ger­andi hætti?

    „Mjög óvana­legt, og mjög langt gengið. Ég tek und­ir það og ekki til þess gert að skapa góða stemn­ingu í stjórn­ar­liðinu.“

    Hef­ur þú rætt þetta við Guðmund Inga um þessi skrif?

    „Ekki sér­stak­lega. Mér finnst þau dæma sig dá­lítið sjálf inn í stjórn­ar­sam­starfið.“

    Hún seg­ir hins veg­ar að VG hafi gert alltof marg­ar mála­miðlan­ir. Nefn­ir lands­rétt, brott­vís­an­ir flótta­manna, Ásmund­ar­sals­málið, dóms­mál, þyrlu­ferð ráðherra, lög­reglu­of­beldi, Sam­herja, banka­sölu og svo mætti lengi telja. Er þetta stemn­ing­in á stjórn­ar­heim­il­inu að menn eru komn­ir með langa, ja ekki óskalista, held­ur tossal­ista yfir það sem menn hafa þurft að kyngja mis­góðum hlut­um?

    Sunna Valgerðardóttir lét af störfum hjá RÚV í lok apríl …
    Sunna Val­gerðardótt­ir lét af störf­um hjá RÚV í lok apríl síðastliðnum. Þar hafði hún stýrt umræðuþátt­um og flutt frétt­ir af stjórn­mála­sviðinu, m.a. um stjórn­mál inn­an­lands.

    Kostu­leg upp­taln­ing

    „Veistu það, mér finnst þetta dá­lítið kostu­leg upp­taln­ing en ætli maður verði ekki bara að segja um svona lagað og svona stöðu al­mennt að það kann al­mennt ekki góðri lukku að stýra að finna or­sak­ir þess sem maður er að fást við í líf­inu eða stjórn­mál­um eða ann­arsstaðar fyr­ir utan sjálf­an sig. Og nú hef­ur liðið dágóður tími síðan ég tók við for­mennsku í Sjálf­stæðis­flokkn­um og við höf­um farið í gegn­um allskon­ar tíma. Og við höf­um að jafnaði reynt að horfa inn á við. Og við höf­um þurft að gera upp allskon­ar mál og finna leiðir til að móta stefnu sem er bet­ur í takti við fólkið í land­inu en ég man aldrei eft­ir því að við vær­um ekki að ná nægi­lega mikl­um ár­angri með því að benda á Sig­mund Davíð eða Sig­urð Inga eða Katrínu Jak­obs­dótt­ur eða ein­hvern ann­an sam­starfs­mann og segja að það sé þeim að kenna að mér gangi ekki nógu vel. Meira hef ég eig­in­lega ekki um þetta að segja.“

    Viðtalið við Bjarna Bene­dikts­son má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

    mbl.is