Ráðuneyti biðst velvirðingar á misskilningi ráðherrans

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf..
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Júlíus

„Um­mæli ráðherra í fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í gær [fimmtu­dag] voru byggð á mis­skiln­ingi og er beðist vel­v­irðing­ar á því.“

Svo seg­ir í tölvu­pósti starfs­manns mat­vælaráðuneyt­is­ins til Kristjáns Lofts­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Hvals hf., sem hon­um barst í gær. Þar var svarað fyr­ir­spurn Hvals vegna um­mæla Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra í fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi sem voru þau að fyr­ir­tækið hefði frest til and­mæla og að svara um­sögn­um 15 stofn­ana og hagaðila um um­sókn fyr­ir­tæk­is­ins til veiða á langreyðum til dags­ins í gær en þá voru liðnir tveir dag­ar frá því Hval voru send­ar um­sagn­irn­ar.

Í póst­in­um gengst ráðuneytið við því að eng­inn frest­ur til svars hafi verið til­greind­ur. Þar kem­ur og fram að gert sé ráð fyr­ir að ákvörðun um af­greiðslu um­sókn­ar Hvals liggi fyr­ir í byrj­un næstu viku, nema Hval­ur óski eft­ir lengri tíma til and­mæla.

„Ákvörðun verður ekki tek­in fyrr en afstaða Hvals hf. ligg­ur fyr­ir og ráðuneytið hef­ur farið yfir sjón­ar­mið fé­lags­ins,“ seg­ir í pósti ráðuneyt­is­ins.

„Þess­ir Vinstri grænu ráðherr­ar hafa gefið sér fjóra og hálf­an mánuð til að svara um­sókn­inni og nú á að keyra málið áfram á 100. Svona stjórn­sýsla geng­ur eng­an veg­inn,“ seg­ir Kristján.

„Borg­ar­arn­ir eru al­ger­lega ber­skjaldaðir, ef hægt er að vinna hlut­ina með þess­um hætti,“ seg­ir hann.

Kristján seg­ir að fyr­ir­tækið muni nýta and­mæla­rétt sinn, en þó skorti enn upp­lýs­ing­ar um hve lang­ur hann sé. Það seg­ir hann vera í stíl við annað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: