„Algjör tímaskekkja í nútímasamfélagi“

Dýraverndarsamband Íslands ítrekar þá kröfu sambandsins að hin löngu úreltu …
Dýraverndarsamband Íslands ítrekar þá kröfu sambandsins að hin löngu úreltu lög um hvalveiðar verði afnumin eða þeim breytt verulega til nútímahorfs hið allra fyrsta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Dýra­vernd­ar­sam­bands Íslands (DÍS) harm­ar og lýs­ir von­brigðum með þá ákvörðun mat­vælaráðherra að heim­ila hval­veiðar í sum­ar.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá sam­band­inu.  

Svart­ur dag­ur

Dýra­vernd­ar­sam­band Íslands ít­rek­ar þá áður fram komnu kröfu sam­bands­ins „að hin löngu úr­eltu lög um hval­veiðar verði af­num­in eða þeim breytt veru­lega til nú­tíma­horfs hið allra fyrsta. Fyr­ir ligg­ur afstaða Mat­væla­stofn­un­ar og fagráðs um vel­ferð dýra að veiðarn­ar séu ým­ist ekki í anda laga um dýra­vel­ferð né að unnt sé að veiða stór­hvali þannig að ákvæði laga um dýra­vel­ferð séu yf­ir­leitt upp­fyllt. 

Hval­veiðar eru al­gjör tíma­skekkja í nú­tíma­sam­fé­lagi enda eru veiðar á stór­hvöl­um aðeins stundaðar í einu ríki í heim­in­um og það af einu fyr­ir­tæki sem heit­ir Hval­ur hf. Þótt það sé í sjálfu sér já­kvæð breyt­ing að ekki sé veitt leyfi leng­ur en til eins árs í stað fimm áður og að veiðikvót­inn sé minnkaður um­tals­vert þá er þetta engu að síður svart­ur dag­ur fyr­ir dýra­vel­ferð á Íslandi,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.  

Lög­um verði breytt án taf­ar

„Dýra­vernd­ar­sam­band Íslands skor­ar á stjórn­völd og Alþingi að ganga nú án taf­ar í það nauðsyn­lega verk­efni að af­nema eða breyta í grund­vall­ar­atriðum lög­um um hval­veiðar þannig að þess­ar ómannúðlegu veiðar heyri sög­unni til hið allra fyrsta,“ seg­ir enn frem­ur. 

mbl.is