Gagnrýna harðlega ákvörðun matvælaráðherra

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands vilja breytingu á lögum um hvalveiðar.
Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands vilja breytingu á lögum um hvalveiðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Land­vernd og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands hafa sent frá sér sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu þar sem fé­lög­in gagn­rýna harðlega ákvörðun mat­vælaráðherra að veita leyfi til veiða á 99 langreyðum í sum­ar.

Segja sam­tök­in slíkt hvala­dráp þjóna eng­um til­gangi enda sé markaður fyr­ir hval­kjöt mjög tak­markaður.

„Ákveðið var að tak­marka veiðarn­ar við 99 dýr sem er 62 dýr­um færri en heim­ilt hef­ur verið að veiða und­an­far­in ár. Sam­tök­in vilja þó benda á að starfs­hóp­ur er enn starf­andi á veg­um ráðuneyt­is­ins um lagaum­gjörð hval­veiða sem skila mun skýrslu sem ætlað er að skapa grunn um stefnu­mót­un til framtíðar í lok árs,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Vilja breyt­ingu á lög­un­um

Segja sam­tök­in að þegar litið er til framtíðar sé nauðsyn­legt að miða af­stöðu þings­ins við af­stöðu þjóðar­inn­ar sem er í meiri­hluta and­víg­ur hval­veiðum. Þá beri að breyta lög­um um hval­veiðar þar sem um úr­elt lög sé að ræða. Vilja sam­tök­in láta lög­in sam­rýmast nýrri lög­um svo sem lög­um um dýra­vel­ferð.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir einnig að ekki sé ljóst hvað ráðherra eigi við með að ákvörðun taki mið af var­færn­um vist­kerf­isstuðlum Alþjóðahval­veiðiráðsins.

„Alþjóðahval­veiðiráðið vilji miða við að stærð langreyðar­stofns­ins fari ekki niður fyr­ir 72% af upp­haf­legri stærð sem gef­ur um­tals­vert minni kvóta en 161 dýr, líkt og hef­ur verið sl. 12 ár,“ seg­ir enn frem­ur. 

Þykir sam­tök­un­um mik­il­vægt að ráðherra hunsi ekki álit Alþjóðahval­veiðiráðsins.

Ekki eina gagn­rýn­in

Land­vernd og Nátt­úr­vernd­ar­sam­tök Íslands fagna því að leyfið gildi aðeins til eins árs en ekki 5-10 ára eins og Hval­ur hf. fór fram á og seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að nú sé full ástæða til að nota tím­ann til þess að end­ur­skoða lög um hval­veiðar.

Er þetta ekki eina gagn­rýn­in sem mat­vælaráðherra hef­ur fengið á sig. Fyrr í dag greindi mbl.is frá því að Dýra­vernd­ar­sam­band Íslands hefði lýst yfir von­brigðum með ákvörðun­ina. 

mbl.is