Veitir Hval veiðileyfi aðeins í ár

Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024.
Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mat­vælaráðherra hef­ur gefið út leyfi til hval­veiða sem gild­ir ein­ung­is fyr­ir yf­ir­stand­andi ár.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu, en síðasta leyfi til veiða á langreyðum gilti til fimm ára.

Hval­ur óskaði eft­ir end­ur­nýj­um leyf­is til veiða á langreyðum 30. janú­ar sl. og er um­sókn­in nú fyrst af­greidd, tæp­um fjór­um og hálf­um mánuði síðar. Hef­ur sú stjórn­sýsla verið harðlega gagn­rýnd.

Heim­ilt verður að veiða 99 dýr á svæðinu Græn­land/​Vest­ur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Aust­ur-Ísland/​Fær­eyj­ar eða sam­tals 128 dýr. Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar var þó upp á 209 dýr sam­tals.

Inn­an marka ráðgjaf­ar

Í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins kem­ur fram að ákvörðun um veiðimagn sé inn­an marka ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar frá 2017 og taki „mið af var­færn­um vist­kerf­isstuðlum Alþjóðahval­veiðiráðsins“, eins og kom­ist er að orði.

Seg­ir þar að ákvörðunin byggi á varúðarnálg­un og end­ur­spegli aukn­ar áhersl­ur stjórn­valda á sjálf­bæra nýt­ingu.

Í leyf­is­bréf­inu seg­ir að hver hval­veiðibát­ur eigi að hafa uppi neyðaráætl­un um af­líf­un dýra og að áhöfn skuli kynna sér hana.

Skil­yrt er að eft­ir­litsaðilar á veg­um Norður-Atlants­hafs­sjáv­ar­spen­dýr­aráðsins, NAMMCO, verði heim­ilt að fara í veiðiferðir með hval­bát­um Hvals hf. til að fylgj­ast með veiðum og veiðiaðferðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina