„Við eigum að hætta hvalveiðum á Íslandi“

Guðmundur Ingi segir stefnu Vinstri grænna enn að hvalveiðar verði …
Guðmundur Ingi segir stefnu Vinstri grænna enn að hvalveiðar verði bannaðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er ákvörðun sem hún tek­ur í sam­ræmi við eitt­hvað sem hún verður að gera. Hún verður að gefa út leyfið sam­kvæmt stjórn­ar­skrá,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, formaður Vinstri grænna, innt­ur eft­ir viðbrögðum við ákvörðun mat­vælaráðherra um að heim­ila hval­veiðar á kom­andi vertíð. 

„Auðvitað er mín póli­tíska skoðun sú að við eig­um að hætta hval­veiðum á Íslandi,“ sagði Guðmund­ur Ingi að rík­is­stjórn­ar­fundi lokn­um. 

Hann seg­ir bæði mik­inn stuðning fyr­ir því á meðal al­menn­ings líkt og skoðanakann­an­ir hafi sýnt fram á og að hval­veiðibann væri í takt við þróun á alþjóðavísu.

„En ég virði al­gjör­lega ákvörðun ráðherr­ans og skil í hvaða stöðu hún er.“

Áfram stefna að banna hval­veiðar á Íslandi

Spurður hvort ákvörðunin sé ekki ákveðið högg fyr­ir flokk­inn í ljósi nýrra skoðanakann­ana og hvort stjórn­ar­sam­bandið sé mögu­lega of dýru verði keypt ít­rek­ar Guðmund­ur Ingi að ráðherra hefði farið gegn lög­um hefði hún tekið aðra ákvörðun en þessa.

„En að sjálf­sögðu er stefnu­mót­un­ar­vinna í gangi í ráðuneyt­inu sem er að fara ofan í saum­ana á þess­um mál­um. Við erum með lög frá 1946 til dæm­is. Það hef­ur gríðarlega margt gerst á hinum alþjóðlega vett­vangi og hér á Íslandi líka síðan þá. “

Það sé að sjálf­sögðu áfram stefna Vinstri grænna að banna hval­veiðar á Íslandi. Jafn­vel megi segja að þetta sé mögu­legt skref í þá átt.

„Við sáum það í fyrra að veiðunum var frestað, reglu­gerð var hert. Þannig að við höf­um verið að taka mark­viss skref á þessu kjör­tíma­bili í átt­ina að þessu mark­miði að banna hval­veiðar á Íslandi.“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra.
Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, mat­vælaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Frum­varp um hval­veiðabann yrði fellt í dag

En nú hafa Vinstri græn­ir verið í rík­is­stjórn í sjö ár. Hef­ur ekki verið næg­ur tími til þess að vinna bet­ur að þessu og vera kom­in lengra í þess­um mál­um?

„Ja, fyrstu fjög­ur árin var sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið, nú mat­vælaráðuneytið, und­ir stjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það var eng­inn vilji til þess að ráðast í það að banna hval­veiðar þar. Ég vil líka minna á það að það er ekki meiri­hluti fyr­ir því á Alþingi að banna hval­veiðar. Þannig sú staða sem við erum í er kannski þröng að þessu leyti,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi.

En sérðu fram á að þið getið bannað hvaleiðar í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi?

„Ef núna yrði lagt fram frum­varp á Alþingi til að banna hval­veiðar þá telst mér það nú þannig til að það frum­varp yrði fellt því miður. Það hef­ur ekki bara með styrk rík­is­stjórn­ar­flokk­ana að gera held­ur ein­mitt að það eru flokk­ar á Alþingi sem eru í stjórn­ar­and­stöðu sem eru á móti hval­veiðum.“

„Ég vil bara að fólk dæmi mig af mín­um verk­um.

Innt­ur eft­ir viðbrögðum við gagn­rýni um að lands­fund­ur flokks­ins verði fyrst hald­inn í októ­ber seg­ir Guðmund­ur Ingi það vissu­lega skyn­sam­legt að halda lands­fund sem fyrst. Þó þurfi tíma til að und­ir­búa fund­inn, kafa ofan í ræt­ur flokks­ins og keyra upp mál­efn­astarf til að skerpa stefnu hans inn í kosn­inga­vet­ur. 

Aðspurður kveðst hann litlu vilja svara um gagn­rýni Björns Vals Gísla­son­ar, fyrr­ver­andi vara­for­manns Vinstri grænna sem sagði flokk­inn í mikl­um vand­ræðum m.a. vegna þess að Guðmund­ur Ingi hefði ekki sýnt af sér þá leiðtoga­hæfni sem þurfi til.

„Ég vil bara að fólk dæmi mig af mín­um verk­um.“

mbl.is