Akrópólishæð lokað vegna hitabylgju

Akropolis í Aþenu verður lokað vegna hitabylgjunnar.
Akropolis í Aþenu verður lokað vegna hitabylgjunnar. AFP/Stringer

Akropol­is­hæð, sem er fjöl­sótt­asti ferðamannastaður Grikkk­lands, verður lokuð í dag fyr­ir al­menn­ingi á heit­ustu tím­um dags­ins sök­um hita­bylgju sem geng­ur yfir landið. 

Hita­bylgj­an á að ná há­marki í dag og á morg­un, en bú­ist er við allt að 43 stiga hita.

Skól­ar verða einnig lokaðir í nokkr­um lands­hlut­um í dag og á morg­un og hef­ur gríska vinnu­málaráðuneytið ráðlagt op­in­ber­um starfs­mönn­um að vinna að heim­an. 

Loftræst­ur sal­ur í neðanj­arðarlest­ar­stöð í miðborg Aþenu, höfuðborg­ar Grikk­lands, hef­ur verið opnaður til að al­menn­ing­ur geti leitað þar skjóls fyr­ir hit­an­um.

mbl.is