Hluthafar að snúast gegn „woke“ hugmyndafræði

Target.
Target.

Hlut­haf­ar í stór­um banda­rísk­um fyr­ir­tækj­um hafa marg­ir hverj­ir snú­ist gegn því sem þeir álíta í anda „woke-hug­mynda­fræði“. Þeir telja, aðgerðir sem mörg fyr­ir­tæki hafa sjálf­vilj­ug geng­ist und­ir, hafa skaðleg áhrif á af­komu og eiga ekk­ert er­indi í rekstri fyr­ir­tækja.

Frá þessu er greint í The Wall Street Journal (WSJ).

Aðgerðir sem kennd­ar eru við "woke-hug­mynda­fræði" byggja marg­ar á því að fy­ritæki líti ekki aðeins til hagnaðar í rekstri sín­um, held­ur horfi einnig til ann­ara þátta í starf­semi sinni t.d. með því að taka mið af áhrif­um rekst­urs­ins á lofts­lags­breyt­ing­ar og leggja sér­staka áherslu á það sem kallað er fé­lags­legt rétt­læti, svo eitt­hvað sé nefnt.

Fyr­ir­tæki á borð við Tar­get og Bud Lig­ht hafa til að mynda hlotið mikla gagn­rýni fyr­ir það að láta slík sjón­ar­mið ráða för. WSJ hef­ur eft­ir Doug Chia, hjá ráðgjafa­fy­ritæk­inu Sound­bo­ard Go­vern­ance, að marg­ir hlut­haf­ar ótt­ist því orðspors­hnekki, sniðgöngu neyt­enda og lækkað gengi hluta­bréfa. Blaðið nefn­ir sem dæmi að Bud Lig­ht hafi tapað mik­illi markaðshlut­deild með um­deild­um aug­lýs­ing­um í fyrra.

Sem andsvar við þeim háa rekst­ar­kostnaði sem fylg­ir aukn­um áhersl­um á sam­fé­lags­lega ábyrgð, hafa stjórn­ir í ýms­um fy­ritækj­um á borð við Coca Cola, UPS og IBM, því lagt fram til­lög­ur þess efn­is að regl­ur fyr­ir­tækj­anna varðandi lofts­lags­mál og önn­ur tengd mál­efni verði end­ur­skoðaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina