Leiðin til að drepa atvinnurekstur

Kristján Loftsson segir lengd veiðileyfis matvælaráðherra vera til þess að …
Kristján Loftsson segir lengd veiðileyfis matvælaráðherra vera til þess að drepa atvinnurekstur í hvalveiðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er aug­ljóst að þarna hef­ur fólk verið að leika sér, það þyk­ist hafa legið und­ir ein­hverj­um feldi og er nú allt í einu komið und­an hon­um. Þetta er fyr­ir­framskrifað plan hjá þessu fólki, Bjarkeyju, Katrínu Jak­obs­dótt­ur og Svandísi Svavars­dótt­ur.

Þær hafa all­ar komið að mál­inu síðan um­sókn­in var send inn. Þetta hef­ur verið lög­leg at­vinnu­starf­semi all­an tím­ann, allt frá ár­inu 1948,“ seg­ir Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurður hvernig hann bregðist við þeirri ákvörðun Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra að heim­ila hval­veiðar aðeins þetta árið.

Venj­an hef­ur verið sú síðustu árin að veiðiheim­ild á langreyði sé gef­in út til fimm ára í senn.

„Þetta leyfi er gefið út í 204 daga. Ef ráðherr­ann vill drepa at­vinnu­rekst­ur er þetta leiðin til þess. Fyr­ir­sjá­an­leik­inn er eng­inn og að halda að það sé hægt að setja í gang svona rekst­ur með eng­um fyr­ir­vara er með ólík­ind­um,“ seg­ir Kristján.

Von­laust ef fyr­ir­sjá­an­leiki er ekki til staðar

„Það þarf að út­vega alls kyns rekstr­ar­vör­ur og ráða vant fólk til vinnu. Ef fyr­ir­sjá­an­leik­inn er ekki til staðar er þetta von­laust.

Ég sé ekki fyr­ir mér að orðið geti af hval­veiðum í sum­ar, enda er tím­inn á milli vertíða notaður til und­ir­bún­ings veiða næsta árs. Flest fólk skil­ur þetta, en ekki þess­ir ráðherr­ar Vinstri grænna,“ seg­ir hann.

Kristján seg­ir rangt það sem ráðherr­ann lét eft­ir sér hafa í fjöl­miðlum í gær, að Alþjóðahval­veiðiráðið gæfi út kvóta til hval­veiða. Það væru vís­vit­andi ósann­indi.

Ólíðandi mis­beit­ing á valdi

„„Verð að fara að lög­um í land­inu,“ er haft eft­ir henni í fjöl­miðlum í dag. Hún hefði mátt gera sér grein fyr­ir því fyrr,“ sagði Jón Gunn­ars­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á Alþingi í gær, þar sem hann gagn­rýndi mat­vælaráðherra harðlega fyr­ir sleif­ar­lag í mál­inu.

„Það blas­ir við að málsmeðferðin er eng­an veg­inn í sam­ræmi við lög eða stjórn­ar­skrá lands­ins,“ sagði Jón og að ráðherra hundsi vís­inda­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og noti reikni­reglu sem eng­inn ann­ar not­ar.

„Maður er orðlaus yfir ósvífni ráðherr­ans gagn­vart starfs­fólki og fyr­ir­tæki. Það er allt gert, að því er virðist að geðþótta og lít­illi eða engri virðingu fyr­ir fólki, lög­um eða stjórn­ar­skrá.

Slík stjórn­sýsla er ólíðandi, þetta er ólíðandi mis­beit­ing á valdi sem ráðherra hef­ur,“ sagði Jón og bætti því við að rök ráðherr­ans í mál­inu stæðust enga skoðun.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina