McIlroy hættur við skilnað frá eiginkonunni

Rory McIlroy ásamt eiginkonunni Ericu og dótturinni Poppy.
Rory McIlroy ásamt eiginkonunni Ericu og dótturinni Poppy. AFP

Fyr­ir rúm­um mánuði síðan ráku marg­ir upp stóru augu þegar greint var frá því í fjöl­miðlum að kylf­ing­ur­inn Rory McIl­roy hefði sótt um skilnað frá eig­in­konu sinni til sjö ára, Ericu Stroll, aðeins þrem­ur dög­um fyr­ir PGA mótið. 

Sam­kvæmt heim­ild­um Page Six hef­ur kylf­ing­ur­inn hins veg­ar dregið skilnaðinn til baka, en þetta til­kynnti lögmaður McIl­roy fyr­ir dóm­stól á þriðju­dag í Palm Beach County í Flórída, þar sem hjón­in eru bú­sett. 

Orðróm­ur um erfiðleika og fram­hjá­hald

McIl­roy seg­ir að síðastliðinn mánuð hafi hjón­in unnið úr sín­um mál­um, en þau eiga sam­an þriggja ára dótt­ur, Poppy, og hef­ur orðróm­ur um að kylf­ing­ur­inn hafi verið síður en svo auðveld­ur í sam­búð hef­ur verið á sveimi. Þar að auki hafa sögu­sagn­ir um að McIl­roy hafi átt í ástar­sam­bandi við Amöndu Bali­on­is, golf­frétta­manni hjá CBS Sports, verið áber­andi.

„Það hafa verið orðróm­ar í gangi um einka­líf mitt að und­an­förnu, sem er miður. Að bregðast við ein­hverj­um orðrómi er heimsku­legt. Und­an­farn­ar vik­ur höf­um við Erica áttað okk­ur á því að okk­ar besta framtíð sé sem fjöl­skylda sam­an. Sem bet­ur fer höf­um við leyst ágrein­ing okk­ar og hlökk­um til nýs upp­hafs,“ sagði McIl­roy í sam­tali við Guar­di­an.

mbl.is