Segir skuldasöfnunina ekki áhyggjuefni

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:39
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:39
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra seg­ir að stóra ástæðan fyr­ir því að rík­is­sjóður sé enn rek­inn með halla sé sá kostnaður sem hlot­ist hef­ur af at­b­urðunum í Grinda­vík ann­ars veg­ar og hins veg­ar vegna útþenslu hæl­is­leit­enda­kerf­is­ins hér á landi.

Að öðru leyti seg­ir hann stöðu rík­is­sjóðs góða og ekk­ert benda til ann­ars en að hann verði í góðum fær­um til að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar.

50 millj­arða skulda­söfn­un

Bjarni er nýj­asti gest­ur Spurs­mála þar sem skulda­söfn­un rík­is­sjóðs ber meðal ann­ars á góma en gert er ráð fyr­ir að hann verði rek­inn með 50 millj­arða halla í ár.

Orðaskipt­in um þessa stöðu má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér fyr­ir neðan:

„Við erum hérna með lang­tíma­áætl­un sem sýn­ir að út­gjöld rík­is­sjóðs eru fallandi sem hlut­fall af verðmæta­sköp­un í land­inu. Við höf­um á und­an­förn­um árum verið að taka minna til okk­ar, það er al­veg sama hvort þú ert að tala um 2013, 2017, 2021, á alla þessa mæli­kv­arða erum við að taka minna til okk­ar, rík­is­sjóður, af verðmæta­sköp­un­inni í land­inu sem þýðir bara að við höf­um verið að lækka skatta.“

Hag­kerfið hef­ur bara stækkað um­hvarf þetta. Hag­kerfið hef­ur stækkað gríðarlega á þess­um tíma, eins og þú nefn­ir rétti­lega.

Betri skatt­ar og meiri hag­vöxt­ur

„Betri skatt­ar leiða til meiri hag­vaxt­ar.“

En ykk­ur tekst ekki að reka rík­is­sjóð í jafn­vægi.

„Það er nátt­úru­lega ekki góð lýs­ing á því sem gerst hef­ur hérna.“

Það er 50 millj­arða halli á rík­is­sjóði í ár.

„Er það mikið áhyggju­efni?“

Ég held að það sé mikið áhyggju­efni að safna 134 millj­ón­um í skuld­ir á hverj­um ein­asta degi þegar allt er á blúss­andi sigl­ingu og núna er hag­kerfið að skreppa sam­an.

„Það er bara ekki mikið áhyggju­efni að teknu til­liti til Grinda­vík­ur­mál­anna og þess sem hef­ur verið að ger­ast í hæl­is­leit­enda­kerf­inu. Við erum ekki með veru­legt und­ir­liggj­andi vanda­mál fyr­ir rík­is­sjóð til að glíma við. Og við erum ekki að reka rík­is­sjóð til þess að vera alltaf í blúss­andi ball­ans með mik­inn af­gang og greiða með ein­hverj­um hætti út arð. Við erum með rík­is­sjóð til þess að bæta lífs­kjör í land­inu. Og það er skyn­sam­legt að taka á okk­ur högg­in og vera svo með góðan af­gang þegar vel geng­ur. Það er ná­kvæm­lega það sem við höf­um gert.  Við vor­um með af­gang að jafnaði frá 2014 og áfram og síðan lent­um við í covid-far­aldr­in­um og við erum að fá á okk­ur högg núna. Ef við horf­um á Grinda­vík­ur­mál­in og hæl­is­leit­enda­mál­in þá eru þau stór hluti af þeim halla sem er af fjár­lög­un­um og það er bara ekki rétt að það sé ekki eitt­hvað sem við ráðum við.“

Viðtalið við Bjarna Bene­dikts­son má sjá og heyra í heild sinni hér fyr­ir neðan:

mbl.is