Aukinn samdráttur en ekki nóg miðað við markmið

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra kynntu uppfærða útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum í dag. mbl.is/Eyþór

Reiknað er með að upp­færð aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í loft­lags­mál­um muni leiða til 35-45% sam­drátt­ar í sam­fé­lags­los­un kol­efn­is fyr­ir árið 2030. Um er að ræða sam­tals 150 aðgerðir og verk­efni, en í fyrri áætl­un höfðu verið sett á blað tæp­lega 50 aðgerðir. Þetta mun þó ekki eitt og sér duga til að ná nú­ver­andi mark­miði Íslands um 55% sam­drátt fyr­ir árið 2030 og kol­efn­is­hlut­leysi árið 2040.

Aðgerðaáætl­un­in var kynnt á fundi fjög­urra ráðherra í dag, en hún sam­an­stend­ur af 92 lofts­lagsaðgerðum og 58 lofts­lag­stengd­um verk­efn­um.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að höfuðáhersla sé lögð á sam­tal við mis­mun­andi geira at­vinnu­lífs­ins í nýju aðgerðaáætl­un­inni, en það er gert til að kort­legga bet­ur og skil­greina hvernig hver og ein at­vinnu­grein get­ur bet­ur minnkað los­un góður­húsaloft­teg­unda.

Varðandi ár­ang­ur aðgerðanna þá er metið að þær muni skila 35-45% sam­drætti í sam­fé­lags­los­un fyr­ir árið 2030, en þá er verið að miða við los­un árið 1990. Kem­ur fram að 45% tal­an geri ráð fyr­ir ár­ang­urs­ríkri inn­leiðingu og fram­kvæmd aðgerða sem ekki var hægt að meta beint.

Velt­ur á nægu fram­boði grænn­ar orku

Í áætl­un­inni er tekið fram að frek­ari ár­ang­ur í loft­lags­mál­um velti á því að hér á landi sé nægt fram­boð grænn­ar orku sem komi í stað jarðefna­eldsneyt­is, eða með svo­kölluðum orku­skipt­um.

Fram kem­ur að þegar horft sé til inn­leiðing­ar og fram­kvæmda aðgerða sem enn séu í mót­un, svo sem hvernig megi hvetja áfram til hrein­orku­væðing­ar í sam­göng­um, sé út­lit fyr­ir að því mark­miði verði náð. Frek­ari sam­drátt­ar er þó þörf eigi ís­lensk stjórn­völd að ná sjálf­stæðu mark­miði sínu um 55% sam­drátt árið 2030 og kol­efn­is­hlut­leysi árið 2040.

Tekið er fram að ár­ang­urs­ríkt sam­starf við at­vinnu­líf og sveit­ar­fé­lög sé und­ir­staða þess að slík­ur ár­ang­ur ná­ist og að sam­fé­lagið í heild horfi til þess að orku­gjaf­ar framtíðar séu sjálf­bær­ir og end­ur­nýj­an­leg­ir og að haldið verði áfram á braut grænna orku­skipta.

Í sam­ráðsgátt næstu tvo mánuði

Aðgerðaáætl­un­in er birt á vefn­um www.co2.is  og verður upp­færð eft­ir því sem aðgerðum vind­ur fram. Gert er ráð fyr­ir að aðgerðir verði upp­færðar árs­fjórðungs­lega að und­an­geng­inni af­greiðslu verk­efn­is­stjórn­ar sem skipuð var nú í vor.

Áætl­un­in er nú kom­in í Sam­ráðsgátt stjórn­valda til næstu tveggja mánaða þar sem al­menn­ingi, fé­laga­sam­tök­um og hagaðilum gefst kost­ur á að koma með um­sagn­ir og ábend­ing­ar til 14. ág­úst.

mbl.is