Bjartsýnn á að ná loftslagsmarkmiðum

Ráðherrar Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og …
Ráðherrar Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir kynntu uppfærða áætlun. mbl.is/Eyþór

„Ég er bjart­sýnn,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku-, og lofts­lags­ráðherra, spurður hvernig ganga muni að fram­fylgja þeim 150 aðgerðum sem eru í upp­færðri lofts­lags­áætl­un.

Mik­il fjölg­un á aðgerðum

Upp­færð lofts­lagsaðgerðaáætl­un var kynnt í um­hverf­is-, orku-, og lofts­lags­ráðuneyti fyrr í dag og inni­held­ur safn 150 aðgerða og verk­efna sem snúa að lofts­lags­mál­um. Þegar áætl­un­in var fyrst kynnt árið 2018 voru þær 50 tals­ins og telst því fjölg­un mark­miða og verk­efna metnaðarfull. 

Kveðst Guðlaug­ur engu að síður vongóður um að áætl­un­in beri góðan ár­ang­ur. „Við Íslend­ing­ar höf­um sýnt að við get­um verið fremst þegar kem­ur að grænu hug­viti og við eig­um að líta á þetta sem tæki­færi,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við: „Við mun­um ekk­ert sjá eft­ir því að ná góðum ár­angri í þess­um mál­um.“

Guðlaugur Þór kynnti 150 aðgerðir og verkefni.
Guðlaug­ur Þór kynnti 150 aðgerðir og verk­efni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ber hann mark­mið stjórn­valda í lofts­lags­mál­um sam­an við þá hita­veitu­væðingu sem átti sér stað snemma á síðustu öld á Íslandi. „Það var bara fólk með skýra framtíðar­sýn,“ seg­ir hann og út­skýr­ir að þá hafi Íslend­ing­ar sýnt ein­stakt frum­kvæði þrátt fyr­ir erfiðar aðstæður. 

Metnaðarfull sam­ráðsgátt

Spurður hvað verði gert öðru­vísi í fram­fylgd lofts­lags­mark­miða í kjöl­far upp­færslu áætl­un­arinn­ar nefn­ir Guðlaug­ur náið sam­starf með at­vinnu­lífi og stöðuga eft­ir­fylgni. Opnað hafi verið fyr­ir sam­ráðsgátt í dag á vefn­um co2.is og að hann eigi von á að góðar ábend­ing­ar ber­ist í gegn­um hana.  

„Ég held að ég geti full­yrt að þetta vinnu­lag hef­ur aldrei verið svona áður,“ seg­ir hann en að hans sögn er sam­ráðsgátt þessi sér­stak­lega metnaðarfull. „Stund­um eru sett­ar inn sam­ráðsgátt­ir í tvær vik­ur en við erum hérna í tvo mánuði,“ út­skýr­ir hann og kveðst hlakka til að lesa þær at­huga­semd­ir sem fé­laga­sam­tök og ein­stak­ling­ar inn­an ólíkra geira at­vinnu­lífs­ins munu senda ráðuneyt­inu í gegn­um gátt­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina