Dagur mætir í Spursmál

Það má búast hressilegri umræðu um málefni borgarinnar í Spursmálum …
Það má búast hressilegri umræðu um málefni borgarinnar í Spursmálum í dag. Ekki síður um landsmálin og erlenda pólitík. mbl.is/samsett mynd

Það er von á líf­leg­um þætti í Spurs­mál­um þenn­an föstu­dag­inn þar sem Dag­ur B. Eggerts­son formaður borg­ar­ráðs og fyrr­um borg­ar­stjóri mæt­ir í Há­deg­is­mó­ana en hann hef­ur setið und­ir tölu­verðri gagn­rýni að und­an­förnu fyr­ir embætt­is­færsl­ur í borg­ar­stjóratíð sinni. 

Því hef­ur verið haldið fram að Reykja­vík­ur­borg hafi veitt olíu­fé­lög­um und­anþágur á gjöld­um sem nema millj­örðum króna með því að kom­ast hjá að greiða innviðagjöld né bygg­inga­rétt­ar­gjöld á reit­um sem þau hyggj­ast byggja á. Málið þykir sér­lega baga­legt í ljósi erfiðrar fjár­hags­stöðu borg­ar­inn­ar.

Þá mun Þor­steinn Páls­son fyrr­um for­sæt­is­ráðherra og rit­stjóri fara yfir helstu tíðindi vik­unn­ar ásamt Stefáni Ein­ari þátta­stjórn­anda en þar er af nægu að taka bæði á inn­lend­um og er­lend­um vett­vangi.

Þátt­ur­inn sem er öll­um op­inn fer í loftið kl.14 og verður í kjöl­farið aðgengi­leg­ur á streym­isveit­um og hér á mbl.is. 

mbl.is