Myndi styðja vantraust á matvælaráðherra

Sigmar myndi styðja við vantraust á matvælaráðherra.
Sigmar myndi styðja við vantraust á matvælaráðherra. Samsett mynd

Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, myndi styðja mögu­lega van­traust­stil­lögu Miðflokks­manna á hend­ur Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra.

Þetta sagði hann á Alþingi fyr­ir skömmu.

Brýnt að koma rík­is­stjórn­inni frá völd­um

Bergþór Ólason greindi frá því í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að Miðflokk­ur­inn íhugaði nú að leggja fram van­traust­stil­lögu gegn Bjarkeyju vegna fram­göngu henn­ar í hval­veiðimál­inu.

„Mig lang­ar að segja það hér að ég styð þá til­lögu, komi hún fram, ein­dregið. Bæði með vís­an í stjórn­sýslu ráðherr­ans sem ekki hef­ur verið heppi­leg, rétt eins og hjá for­vera hæst­virts mat­vælaráðherra fyr­ir ári síðan, en ekki síður vegna þess að það er orðið mjög brýnt að koma þess­ari rík­is­stjórn frá völd­um,“ sagði Sig­mar.

mbl.is