Segir Miðflokksmenn leggjast lágt

Bjarni bendir á að Bjarkey hefur einungis gegnt stöðu matvælaráðherra …
Bjarni bendir á að Bjarkey hefur einungis gegnt stöðu matvælaráðherra í nokkrar vikur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir fyr­ir­hugað van­traust gegn Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra, vera dæmi um hversu lágt menn séu farn­ir að leggj­ast, til þess að fanga at­hygli í stjórn­mál­um. 

Þing­menn Miðflokks­ins skoða um þessa mund­ir hvort að leggja skuldi fram til­lögu um van­traust á hend­ur Bjarkeyj­ar vegna fram­ganga henn­ar í hval­veiðimál­inu. 

Horf­ir á þetta sömu aug­um 

Blaðamaður spurði ráðherr­ann út í van­traust­stil­lög­una á kynn­ing­ar­fundi stjórn­valda vegna upp­færðrar aðgerðaáætl­un­ar í lofts­lags­mál­um.

„Ég horfði á þetta með sömu aug­um og van­trausts sem við felld­um fyr­ir ekki löngu síðan,“ seg­ir Bjarni og vís­ar til van­traust­stil­lögu Pírata og Flokk fólks­ins í apríl, sem var felld með 35 at­kvæðum gegn 25.

„Hér erum við að tala um nýj­asta ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem hef­ur starfað í nokkr­ar vik­ur. Mér finnst þetta vera dæmi um það hversu lágt menn eru farn­ir að leggj­ast, til þess að fanga at­hygli í stjórn­mál­um í dag,“ seg­ir Bjarni. 

mbl.is