Spursmál: Umræður á suðupunkti með Degi

Heitar umræður sköpuðust í Spursmálum.
Heitar umræður sköpuðust í Spursmálum.

Dag­ur B. Eggerts­son, formaður borg­ar­ráðs og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála og voru umræður um lóðamál á suðupunkti.

Hægt er að horfa á streymi af þætt­in­um í spil­ar­an­um hér að neðan, á Spotify og eða Youtu­be, og er hann öll­um aðgengi­leg­ur.

Horfðu á þátt­inn í spil­ar­an­um hér að neðan:

Hef­ur setið und­ir gagn­rýni

Dag­ur hef­ur setið und­ir tölu­verðri gagn­rýni að und­an­förnu fyr­ir embætt­is­færsl­ur í borg­ar­stjóratíð sinni.

Því hef­ur verið haldið fram að Reykja­vík­ur­borg hafi veitt olíu­fé­lög­um und­anþágur á gjöld­um sem nema millj­örðum króna með því að kom­ast hjá að greiða hvorki innviðagjöld né bygg­inga­rétt­ar­gjöld á reit­um sem þau hyggj­ast byggja á.

Stefán Ein­ar Stef­áns­son þátta­stjórn­andi knúði fram svör frá Degi um þessi mál og sköpuðust heit­ar umræður.

Rýnt í frétt­ir vik­unn­ar

Þor­steinn Páls­son, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra og rit­stjóri, fór yfir helstu tíðindi vik­unn­ar ásamt Stefáni en þar var af nægu að taka.

Fylgstu með spenn­andi sam­fé­lags­um­ræðu í Spurs­mál­um alla föstu­daga klukk­an 14 hér á mbl.is.

mbl.is