Telur að bæta þurfi við orkugjöfum

Matvælaráðherra telur að efla þurfi nýtingu orkugjafa.
Matvælaráðherra telur að efla þurfi nýtingu orkugjafa. mbl.is/Eyþór

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, mat­vælaráðherra seg­ir að ef­laust þurfi að bæta við  orku­gjöf­um á Íslandi. Einnig þurfi að bæta nýt­ingu í kerf­inu. Hún kveðst þó bjart­sýn á nýja aðgerðaráætl­un í lofts­lags­mál­um og legg­ur þar áherslu á end­ur­heimt vot­lend­is. 

Blaðamaður mbl.is náði tali af Bjarkeyju á kynn­ingu stjórn­valda á upp­færðri aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um fyrr í dag. 

End­ur­heimt vot­lend­is fyr­ir þing

Spurð út í eig­in for­gangs­atriði inn­an aðgerðaráætl­un­ar­inn­ar kvaðst Bjarkey leggja áherslu á end­ur­heimt vot­lend­is og þá ekki síst á jörðum rík­is­ins.

„Þess vegna hyggst ég leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu á næsta þingi,“ sagði hún. 

Aðgerðaráætl­un­in fel­ur í sér safn 150 lofts­lagsaðgerða. Það eru 100 fleiri en voru í aðgerðaráætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar árið 2018. 

Stjórn­völd hafa enn ekki náð til­sett­um mark­miðum frá 2018 og spurð eft­ir því hvort hún sé bjart­sýn á að áætl­un­in tak­ist sagðist Bjarkey vera það. 

„Það er ekk­ert annað í boði en að vera bjart­sýn,“ sagði hún og bætti við að fjöldi aðgerða sé meðal ann­ars til­kom­inn vegna bjart­sýni.

„Ég held engu öðru fram“

Síðustu ár hafa til að mynda fisk­mjöls­verk­smiðjur þurft að brenna olíu til að halda starf­semi sinni gang­andi. Væri ekki lausn í þess­um efn­um að efla end­ur­nýj­an­leg­an orku á Íslandi og þá með til dæm­is frek­ari virkj­un­um? 

„Það er al­veg ljóst að við þurf­um að bregðast við og ég tel að verið sé að gera það. Ef­laust þarf að bæta við ein­hverj­um orku­gjöf­um, ég held engu öðru fram, en við þurf­um einnig að bæta nýt­ingu í kerf­inu og flutn­ing­inn. Til þess að ein­mitt að hægt sé að nýta það sem ónýtt er í kerf­inu,“ sagði Bjarkey. 

mbl.is