Segir borgina græða á lóðaafhendingu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Nauðsyn­legt reynd­ist fyr­ir Reykja­vík­ur­borg að ganga til samn­inga við olíu­fé­lög­in um brott­hvarf bens­ín­stöðva fyr­ir­tækj­anna, til þess að greiða mætti fyr­ir hraðari upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis og eft­ir at­vik­um ann­ars kon­ar at­vinnu­starf­semi.

    Hiti í umræðunni

    Þetta seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son, formaður borg­ar­ráðs og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, í viðtali í Spurs­mál­um. Í spil­ar­an­um hér að ofan má sjá orðaskipti hans við þátta­stjórn­anda um málið og er ekki of­sög­um sagt að hiti hafi færst í leik­inn á tíma­bili.

    Full­yrðir hann að þetta hafi verið nauðsyn­legt, jafn­vel í þeim til­vik­um þar sem olíu­fé­lög­in voru með út­runna lóðal­eigu­samn­inga.

    Dóma­fram­kvæmd hef­ur sýnt að í slík­um til­vik­um geta sveit­ar­fé­lög kraf­ist þess af olíu­fé­lög­um að þau taki hatt sinn og staf og fjar­lægi eig­ur sín­ar af lóðunum án þess að fyr­ir það komi nokkr­ar bæt­ur.

    Hleypi upp öll­um at­vinnu­rekstri

    Seg­ir Dag­ur að með slíkri af­greiðslu sé í raun verið að hleypa upp öll­um at­vinnu­rekstri í land­inu þar sem lóðal­eigu­samn­ing­ar renna sitt skeið á enda. Slíkt sé ekki boðlegt. Skarst nokkuð í brýnu í þætt­in­um þegar þetta mál bar á góma.

    Ljóst er að olíu­fé­lög­in hafa bók­fært bygg­ing­ar­rétti á þess­um lóðum svo nem­ur millj­örðum króna. Hef­ur Dag­ur legið und­ir gagn­rýni fyr­ir þetta, m.a. í Kveiksþætti sem yf­ir­menn Rík­is­út­varps­ins reyndu að koma í veg fyr­ir birt­ingu á fyr­ir skemmstu. Lukkaðist það ekki full­kom­lega og fór þátt­ur­inn í loftið und­ir merkj­um Kast­ljóss.

    Viðtalið við Dag B. Eggerts­son má sjá í spil­ar­an­um hér að neðan:

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina