Fengu lóðirnar í Gufunesi á miklum afslætti

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Dag­ur B. Eggerts­son, fyrr­um borg­ar­stjóri og nú­ver­andi formaður borg­ar­ráðs, seg­ir ekk­ert at­huga­vert við eigna­sölu í Gufu­nesi sem átti sér stað árið 2016. Þá fékk fyr­ir­tækið GN Studi­os, sem er í eigu Baltas­ars Kor­máks, gömlu áburðar­verk­smiðjuna í Gufu­nesi, ásamt bygg­ing­ar­rétti á íbúðar- og at­vinnu­hús­næði upp á yfir 30 þúsund fer­metra, fyr­ir um 1,64 millj­arða króna.

    10% eða 27% af­slátt­ur

    Tveir fast­eigna­sal­ar höfðu unnið verðmat á þess­um eign­um og miðaði borg­in við lægra verðmætið auk 10% af­slátt­ar. Sé litið til hærra verðmats­ins nem­ur af­slátt­ur­inn hins veg­ar 27%.

    Sömdu fyrst um upp­bygg­ingu - svo um verðið

    Dag­ur svar­ar fyr­ir þessi viðskipti í nýj­asta þætti Spurs­mála. Hann gef­ur þar lítið fyr­ir þá spurn­ingu að jafn­ræðis hafi ekki verið gætt við þessi viðskipti, jafn­vel þótt ljóst sé að fyrst hafi verið samið við GN Studi­os um upp­bygg­ing­una og síðan hafi verðið verið ákveðið.

    Marg­ir samn­ing­ar sem nema millj­örðum

    Orðaskipt­in um þetta mál má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en í þætt­in­um er meðal ann­ars rætt um um­deilda samn­inga borg­ar­inn­ar við olíu­fé­lög­in þar sem þau hafa fengið heim­ild til þess að breyta bens­ín­stöðvalóðum í bygg­ing­ar­land sem trygg­ir fé­lög­un­um gríðarleg verðmæti í bygg­ing­ar­rétti. Með sama hætti er rætt um samn­inga borg­ar­inn­ar við RÚV sem tryggði rík­is­fjöl­miðlin­um millj­arðatekj­um. Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur gert at­huga­semd­ir við þann samn­ing og full­yrt að borg­in hafi með samn­ing­un­um af­hent RÚV verðmæti á und­ir­verði.

    Viðtalið við Dag. B. Eggerts­son má sjá í heild sinni hér fyr­ir neðan:

    mbl.is