Vægast sagt ósanngjarnt að tala um ekkert samráð

Guðlaugur Þór segir að þegar talað er um þrjá bókunarflokka …
Guðlaugur Þór segir að þegar talað er um þrjá bókunarflokka áætlunarinnar í einu, geti umræðan orðið ansi ruglingsleg. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að eng­inn sé ósam­mála hér, en þetta er spurn­ing hvernig þú get­ur sett hlut­ina í það sam­hengi að það sé skilj­an­legt eins og hægt er.“

Þetta seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, í sam­tali við mbl.is, spurður hver hans viðbrögð væru við ásök­un­um for­manns ungra um­hverf­issinna um að hann hefði farið með rangt mál á fundi þar sem hann kynnti upp­færða aðgerðaráætl­un lofts­lags­mála og hafi þá einnig haft lítið sam­ráð við fagaðila.

Guðlaug­ur Þór seg­ir að þegar talað er um þrjá bók­un­ar­flokka áætl­un­ar­inn­ar í einu, geti umræðan orðið ansi rugl­ings­leg.

Seg­ir sam­ráð vera og tal­ar fyr­ir mik­il­vægi þess

„Ég hef ekki hitt nein sam­tök jafn oft eins og Unga um­hverf­issinna,“ seg­ir Guðlaug­ur, spurður hvort hann sé sam­mála því að sam­ráð við sér­fræðinga hafi verið lítið.

Nú er und­ir­bún­ings­vinnu aðgerðaráætl­un­ar­inn­ar lokið og fer nú af stað tveggja mánaða langt sam­ráðsferli og hvet­ur Guðlaug­ur Unga um­hverf­issinna og alla þá sem vilja eitt­hvað til máls­ins taka, að koma með sín sjón­ar­mið að mál­inu.

„Þetta kem­ur öll­um við og þess vegna er öll­um hleypt að þessu,“ seg­ir Guðlaug­ur.

„Það er nú væg­ast sagt ósann­gjarnt að halda því fram að það sé ekk­ert sam­ráð,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann hafi nær alltaf orðið við beiðni Ungra um­hverf­issinna um fund, þrátt fyr­ir sína þétt setnu dag­skrá.

Íslensk stjórnvöld kynntu uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og nýjan vef …
Íslensk stjórn­völd kynntu upp­færða aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um og nýj­an vef aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar. mbl.is/​Eyþór

Aldrei jafn mikið sam­ráð við fagaðila eins og nú

Drög þess­ar­ar aðgerðaráætl­un­ar inni­halda 150 aðgerðir sem eru mis­mun­andi og búið er að vinna þær með þeim aðilum sem koma að fram­kvæmd aðgerðanna og seg­ir Guðlaug­ur það vera lyk­il­atriði.

Þá seg­ir hann að allt gangi sem best fyr­ir sig þegar sam­ráð þeirra sem sitja aft­an við skrif­borðið og þeirra sem koma verk­un­um í fram­kvæmd sem þekkja mál­in best, sé mikið.

„Ég full­yrði það að svona hef­ur aldrei verið gert áður, það hef­ur aldrei verið farið í jafn mikið sam­ráð og sam­vinnu við at­vinnu­lífið eins og núna,“ seg­ir Guðlaug­ur og von­ast til að sam­vinna stjórn­valda og at­vinnu­lífs­ins verði svona áfram.

Um­hverf­is- og lofts­lags­mál taka sí­felld­um breyt­ing­um

„Ákvarðanir hafa ekki verið tekn­ar í neinu af þessu, þetta er allt í sam­ráði núna,“ seg­ir Guðlaug­ur. Hann seg­ir mál á þessu sviði ekki hafa enda­punkt, auðvitað verði maður að vita hvert verið sé að fara, en þetta muni taka breyt­ing­um.

Hann seg­ir að inn­an skamms verði ef­laust kom­in ein­hver tækni sem við sjá­um ekki fyr­ir núna. Þegar hann kom inn í um­hverf­is-, orku- og lofts­lagsráðuneytið var því haldið fram að vöru­bíl­ar gætu aldrei gengið á raf­magni, en nú nokkr­um árum seinna eru tug­ir af stærstu bíl­um á Íslandi keyrðir áfram á raf­magni.

„Mér finnst að Ung­ir um­hverf­issinn­ar og aðrir eigi að fagna því að fá að koma að þessu eins og all­ir aðrir og með gleði í hjarta taka þátt í þessu spenn­andi og krefj­andi verk­efni,“ seg­ir Guðlaug­ur að lok­um.

mbl.is