Fæst kvótasetningin afgreidd?

Önnur umræða um kvótasetningu grásleppu fer fram í dag samkvæmt …
Önnur umræða um kvótasetningu grásleppu fer fram í dag samkvæmt dagskrá. mbl.is/Hafþór

Fjög­ur mál er snerta sjáv­ar­út­veg­inn eru á dag­skrá þings­ins í dag en alls eru á dag­skránni 32 mál. Óljóst er hver fram­vind­an verður enda mörg mál­anna sem deilt verður um, einnig get­ur farið svo að skyndi­lega myndi skap­ast sátt um þinglok.

Gert er ráð fyr­ir að önn­ur umræða um kvóta­setn­ingu grá­sleppu verði til umræðu í dag, en til­laga þess efn­is fékkst ekki af­greidd á síðasta þingi. Mikið hef­ur verið deilt um málið meðal þeirra sem telja kvóta­setn­ing­una for­sendu þess að grá­sleppu­veiðarn­ar verði arðbær­ari og ör­ugg­ari og þeirra sem telja hana ógna nýliðun í grein­inni og at­vinnu­frelsi.

Þá er einnig á dag­skrá fram­hald annarr­ar umræðu um frum­varp um breyt­ingu á lög­um um Verðlags­stofu skipta­verðs og úr­sk­urðar­nefnd sjó­manna og út­vegs­manna.

Með laga­breyt­ing­un­um er ætlað að styrkja heim­ild­ir stofn­un­ar­inn­ar til að nálg­ast gögn Skatts­ins og Hag­stofu Íslands sem á að auka gagn­sæi fisk­verðs og stytta málsmeðferð.

Dag­skrá þings­ins ger­iri ráð fyr­ir að önn­ur umræða um breyt­ing­ar á hafna­lög­um fari fram í dag. Þar er gerð til­laga um ákvæði er snert­ir ra­f­ræna vökt­un í höfn­um, nýtt ákvæði um eld­is­gjald og lagt til að í hafn­ar­reglu­gerð verði mælt fyr­ir um hafn­ar­svæði, nán­ar til­tekið þjón­ustu­svæði á sjó sem telj­ast jafn­framt vera meng­un­ar­lög­saga hafn­ar­svæða, hafn­sögu­svæða og hafn­ar­svæða farþega­skipa.

Síðasta mál á dag­skrá þings­ins er seinni umræða um ramma­sam­komu­lag milli Íslands og Græn­lands um vernd­un loðnu­stofns­ins og stjórn­un veiða úr hon­um.

mbl.is