Gerir ráð fyrir því að Framsókn verji Bjarkeyju

Lilja segir vantrauststillöguna vera dæmigert útspil af hálfu stjórnarandstöðunnar til …
Lilja segir vantrauststillöguna vera dæmigert útspil af hálfu stjórnarandstöðunnar til að draga úr trausti á ríkisstjórninni. Samsett mynd

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar, ger­ir ráð fyr­ir því að all­ir þing­menn Fram­sókn­ar muni verja Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra van­trausti.

Til­lag­an er dæmi­gert út­spil af hálfu stjórn­ar­and­stöðunn­ar, að sögn Lilju. 

Tel­ur þú að all­ir í Fram­sókn muni verja Bjarkeyju van­trausti?

„Ég geri ráð fyr­ir því, já. Við erum í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi og við stönd­um með ráðherr­un­um sem sitja við borðið,“ seg­ir Lilja í sam­tali við mbl.is.

Dæmi­gert út­spil

Miðflokk­ur­inn lagði fram til­lög­una í dag og gera má ráð fyr­ir því að kosið verði um hana á morg­un eða hinn.

Ástæðan er fram­ganga Bjarkeyj­ar í hval­veiðimál­inu. Þetta er fjórða van­traust­stil­lag­an sem lögð er fram á þessu ári og má rekja þær all­ar, að hluta til eða öllu leyti, til meðhöndl­un­ar mat­vælaráðherra á hval­veiðimál­um. Tví­veg­is hafa þó til­lög­urn­ar verið dregn­ar til baka. 

„Það er hlut­verk stjórn­ar­and­stöðunn­ar að reyna að draga úr trausti á rík­is­stjórn­inni þannig þetta er dæmi­gert slíkt út­spil,“ seg­ir Lilja um fjölda van­traust­stil­lagna.

mbl.is