Leggja fram vantrauststillögu í dag

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðflokk­ur­inn mun leggja fram van­traust­stil­lögu á Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra á Alþingi í dag.

Þetta staðfest­ir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins. 

Hann kveðst vera bú­inn að senda van­traust­stil­lög­una á Birgi Ármanns­son, for­seta Alþing­is, og ger­ir ráð fyr­ir að til­lög­unni verði dreift til þing­manna við upp­haf þing­fund­ar í dag.

Aðspurður kveðst Bergþór hafa átt í góðu sam­tali við stjórn­ar­and­stöðuflokk­ana og að það kæmi hon­um á óvart ef til­lag­an nyti ekki stuðnings þeirra.

Ekki ljóst hvenær greidd verða at­kvæði

Birg­ir kveðst ekki geta staðfest hvenær van­traust­stil­lag­an verði tek­in til umræðu og greidd verði at­kvæði um hana. 

Fyrst muni hann þó venju sam­kvæmt eiga sam­tal við þing­flokks­for­menn um tíma­setn­ingu og fyr­ir­komu­lag umræðunn­ar. Á und­an­förn­um árum hefðu umræður og at­kvæðagreiðsla farið fram ein­um eða tveim­ur sól­ar­hring­um eft­ir að van­traust­stil­laga er lögð fram.

mbl.is