Samfylkingin mun styðja vantrauststillöguna

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn muni styðja …
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn muni styðja vantrauststillögu Miðflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar munu greiða at­kvæði með van­traust­stil­lögu Miðflokks­ins á hend­ur Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra.

Þetta seg­ir Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is

„Við lít­um ekki svo á að það sé okk­ar hlut­verk að styðja ráðherra van­trausti. Ráðherra sit­ur ekki í embætti með stuðningi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og við vantreyst­um rík­is­stjórn­inni í heild sinni,“ seg­ir Jó­hann.

Þjóðþrifa­verk“ að losna við rík­is­stjórn­ina

Hann grun­ar það sterk­lega að stjórn­ar­andstaðan muni kjósa í takt gegn Bjarkeyju.

Þing­flokks­formaður Viðreisn­ar greindi frá því í sam­tali við mbl.is að flokk­ur­inn myndi styðja til­lög­una og Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að til­lag­an væri lögð fram á mál­efna­leg­um for­send­um.

„Ég held að all­ir finni það að það er þjóðþrifa­verk að losna sem fyrst við þessa rík­is­stjórn og það væri skringi­legt fyr­ir okk­ur í stjórn­ar­and­stöðu að styðja ein­staka ráðherra, það er ekki okk­ar hlut­verk,“ seg­ir Jó­hann.

Þess má vænta að greidd verði at­kvæði um til­lög­una á morg­un eða hinn.

mbl.is