Vinnubrögðin „ævintýralega léleg“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Jónsson.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Jónsson. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Kristófer

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar á Alþingi gagn­rýndu harðlega hvernig staðið var að fundi sem fór fram í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is á föstu­dags­kvöld þar sem nefnd­ar­mönn­um var greint frá því að fresta ætti af­greiðslu sam­göngu­áætlun­ar. Formaður­inn var sakaður um æv­in­týra­lega lé­leg vinnu­brögð.

„Kastað í ruslið“

„Á föstu­dags­kvöld klukk­an hálf sjö er hald­inn fund­ur í um­hverf­is­nefnd þar sem að meiri­hlut­inn til­kynn­ir minni­hlut­an­um um það að stærsta verk­efni sem nefnd­in hef­ur haft til meðferðar í all­an vet­ur verði kastað í ruslið. Þetta verði ekki eitt af þeim mál­um sem verði af­greidd í haust og ég held að ástæðurn­ar liggi öll­um ljós­ar fyr­ir; ágrein­ing­ur í meiri­hlut­an­um einu sinni sem oft­ar. Ég vil gera at­huga­semd­ir við það að til þessa fund­ar var boðað á föstu­dags­kvöldi með hálf­tíma fyr­ir­vara. Formaður nefnd­ar­inn­ar hringdi sjálf­ur í nefnd­ar­menn og þeir sem ekki náðu síma þeir misstu ein­fald­lega af fundi. Þetta er eitt stærsta mál Alþing­is í vet­ur og þessi vinnu­brögð eru svo æv­in­týra­lega lé­leg að ég óska eft­ir því að fá viðbrögð for­seta þings­ins um það hvort þetta sé boðlegt að for­manni nefnd­ar að haga sér með þess­um hætti,“ sagði Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar, en hún er jafn­framt fyrsti vara­formaður nefnd­ar­inn­ar. 

Fund­ar­boð hafi verið sent með tölvu­pósti og sím­leiðis

Bjarni Jóns­son, þingmaður VG og formaður nefnd­ar­inn­ar, sagði að ekki hefði reynst unnt að koma fyrr á þeim fundi sem frestað hafði verið í há­deg­inu á föstu­dag­inn. Jafn­framt hefði verið mik­il­vægt að geta upp­lýst sem fyrst um þá niður­stöðu að óhjá­kvæmi­legt væri að fresta af­greiðslu sam­göngu­áætlan­ir til hausts­ins. Fund­ar­boðið hefði bæði verið sent í tölvu­pósti og sím­leiðis. 

„Nefnd­ar­mönn­um hefði mátt vera ljóst að stefnt var að því að fund­ur yrði síðar um dag­inn en miður ef það hef­ur ekki verið nægi­lega skýrt og óheppi­legt. Æskilegt væri að boða fund eins fljótt og hægt væri að afloknu þing­fundi frem­ur mun gera síðar að kveldi eða fjór­um dög­um síðar. Og starfs­áætl­un Alþing­is hef­ur verið tek­in úr sam­bandi og ljóst að við slík­ar aðstæður, síðustu daga þings­ins, er að oft er fundað með skömm­um fyr­ir­vara á ýms­um tím­um. Við hljót­um að sam­ein­ast um það hér að klára sem mest að mál­um bæði meiri­hluta og minni­hluta.“

„Hann er ekki að lýsa at­vik­um eins og þau voru“

Sig­ríður steig aft­ur í pontu eft­ir ræðu Bjarna þar sem hún sagði hann ekki lýsa at­vik­um með rétt­um hætti. „Það var eng­inn tölvu­póst­ur send­ur. Það var hringt í nefnd­ar­menn með hálf­tíma fyr­ir­vara. Formaður hafði afboðað fund í há­deg­inu og hafði ekki svarað ít­rekuðum póst­um um það hvort til stæði að funda. Hann er ekki að lýsa at­vik­um eins og þau voru og er að sýna nefnd­inni, en ekki síður verk­efn­un­um sín­um æv­in­týra­lega óvirðingu. Hann veit hvernig þetta var unnið af hans hálfu og ábyrgðin er hans á því að vinna með þess­um hætti,“ sagði Þor­björg Sig­ríður. 

Grund­vall­ar­atriði

Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, sagði að sér þætti sér­stakt hvernig for­seti þings­ins væri að af­greiða málið á fundi þings­ins „vit­andi ná­kvæm­lega í hvernig ligg­ur í mál­um.“

„Auðvitað er það þannig að þó að það sé búið að kippa starfs­áætl­un úr sam­bandi og þó að það þurfi stund­um að funda með stutt­um fyr­ir­vara, þá er það al­gjört grund­vall­ar­atriði að þeir þing­menn sem sitja í viðkom­andi nefnd séu boðaðir á fund­inn. Það er al­gjört grund­vall­ar­atriði. Og þegar fundað er með hálf­tíma fyr­ir­vara og það næst ekki í alla fund­ar­menn vegna þess að menn fengu ein­mitt ekki neinn fyr­ir­vara á þessu, þá er auðvitað verið að ganga á rétt þing­manna og það vill nú þannig til að það er verið að ganga á rétt þing­manna stjórn­ar­and­stöðunn­ar í þessu til­felli.“

Al­var­legt að skilja fólk út und­an

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, sagði það skipta miklu máli að regl­ur í kring­um fund­ar­boðun væru skýr­ar.

„Það er rosa­lega al­var­legt að skilja fólk út und­an í nefnd­ar­störf­um. Það er rosa­lega al­var­legt. Mér finnst ekki gott að for­seti taki það ekki al­var­legra en þetta.“

mbl.is