Borgin mun kaupa gengisvarnir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:11
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:11
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Frá ár­inu 2019 hafa skuld­ir Reykja­vík­ur­borg­ar (A-hluta) auk­ist um 60%. Þriggja mánaða upp­gjör borg­ar­inn­ar fyr­ir fyrstu mánuði þessa árs sýn­ir að staðan er mun al­var­legri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir.

Á sama tíma eru skamm­tíma­lán Reykja­vík­ur­borg­ar í banka­kerf­inu í botni og henni hef­ur reynst mjög örðugt síðustu mánuði að sækja sér aukið láns­fé með skulda­bréfa­út­gáfu. Seg­ir Dag­ur að skýr­ing­anna á hrak­för­um borg­ar­inn­ar á skulda­bréfa­markaði megi helst rekja til mik­ill­ar láns­fjárþarfar rík­is­sjóðs sjálfs, sem ausi miklu fé af þeim markaði.

Risalán í evr­um

Dag­ur B. Eggerts­son er spurður út í þessa grafal­var­legu stöðu í nýj­asta þætti Spurs­mála.

Þar er hann einnig spurður út í nýja bók­un end­ur­skoðun­ar­nefnd­ar borg­ar­inn­ar þar sem lagðar eru fram spurn­ing­ar í tengsl­um við nýja lán­töku borg­ar­sjóðs hjá Þró­un­ar­banka Evr­ópuráðsins en til­kynnt var um það ný­verið að borg­in hefði slegið lán upp á 100 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði 15 millj­arða króna.

Tvær spurn­ing­ar og áleitn­ar

End­ur­skoðun­ar­nefnd­in varp­ar fram þeim spurn­ing­um af hverju ekki hafi verið leit­ast við að fjár­magna áfram­hald­andi skuld­setn­ingu borg­ar­inn­ar á inn­lend­um lána­markaði og eins hvort gripið yrði til aðgerða til þess að verja borg­ina fyr­ir mögu­leg­um geng­is­sveifl­um í ljósi þess að lánið er í evr­um en borg­in hef­ur eng­ar tekju í þeim gjald­miðli.

Í viðtal­inu í Spurs­mál­um upp­lýs­ir Dag­ur að borg­in stefni á að kaupa geng­is­varn­ir vegna láns­ins. Það verði þó aldrei gagn­vart heild­ar­láns­fjár­hæðinni held­ur hluta henn­ar.

Viðtalið við Dag má sjá og heyra í heild sinni hér:



mbl.is