Fylgjast vel með vantrauststillögu

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nú reyn­ir á þing­menn Norðvest­ur­kjör­dæm­is hvort þeir standi með kjör­dæm­inu, standi með lög­un­um, standi með stjórn­ar­skrár­vörðum rétti fyr­ir­tækja og ein­stak­linga og greiði at­kvæði með þess­ari til­lögu,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, í sam­tali við Morg­un­blaðið, þegar leitað var álits hans á fram­kom­inni van­traust­stil­lögu á hend­ur Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra.

Þing­menn Miðflokks­ins hafa lagt fram van­traust­stil­lögu á hend­ur Bjarkeyju vegna fram­göngu henn­ar í hval­veiðimál­inu, en ljóst er að ekk­ert verður af hval­veiðum í sum­ar vegna þess hve lengi dróst að taka ákvörðun í mál­inu. Af þeim sök­um missa nær 200 fé­lags­menn í verka­lýðsfé­lag­inu spón úr sín­um aski, en að sögn Vil­hjálms munu þeir verða af hátt í tveggja millj­óna króna mánaðar­tekj­um meðan á vertíðinni stend­ur.

„Það verður vel fylgst með því af hálfu okk­ar Ak­ur­nes­inga og nærsveit­unga hvernig at­kvæðagreiðslan mun fara fram, því það er al­veg ljóst í mín­um huga að svona vinnu­brögð í stjórn­sýslu eru eitt­hvað sem á ekki að geta fengið að líðast í ís­lensku sam­fé­lagi. Við eig­um öll að fara eft­ir lög­um og það var ekki gert í þessu máli,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Ég skil þessa van­traust­stil­lögu full­kom­lega vegna þess að þessi stjórn­sýslu­ákvörðun mat­vælaráðherra, að draga ákvörðun sína þannig að vertíðin myndi eyðileggj­ast, eru vinnu­brögð sem eru al­ger­lega ólíðandi og ráðherr­ann verður að axla ábyrgð á þeim. Það lá fyr­ir strax í upp­hafi að veiðarn­ar væru lög­leg­ar. Þetta lýt­ur fyrst og fremst að vinnu­brögðum fram­kvæmd­ar­valds­ins. Þegar verið er að ganga gegn stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um ein­stak­linga og fyr­ir­tækja, sem eru at­vinnu­frelsið, með jafn gróf­um og al­var­leg­um hætti og mat­vælaráðherr­ann hef­ur gert í þessu máli, þá er full­kom­lega eðli­legt að lögð sé fram van­traust­stil­laga á hann,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og bæt­ir því við að skatt­greiðend­ur eigi millj­arða skaðabóta­kröfu yfir höfði sér vegna ólög­mætra stjórn­sýslu­ákv­arðana mat­vælaráðherr­ans.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, tel­ur að erfitt verði fyr­ir ein­hverja stjórn­ar­liða að verja ráðherr­ann van­trausti, en Orri Páll Jó­hanns­son, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, seg­ist gera ráð fyr­ir að all­ir stjórn­arþing­menn greiði at­kvæði gegn til­lög­unni.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: