Stærsta skip flotans heitir nú Þerney

Ilivileq sem Brim keypti af dótturfélagi sínu á Grænlandi hefur …
Ilivileq sem Brim keypti af dótturfélagi sínu á Grænlandi hefur fengið nafnið Þerney RE-1 og liggur við Norðurgarð í Reykjavík. Skipið er mögulega stærsta fiskiskip íslenska flotans. mbl.is/sisi

Græn­lenski tog­ar­inn Ili­vi­leq sem Brim festi ný­verið kaup á fyr­ir 55 milj­ón­ir evra, jafn­v­irði 8,2 millj­arða ís­lenskra króna, hef­ur fengið nafnið Þer­ney RE-1.

Tog­ar­inn sem er 81,3 metra lang­ur og 17 metra breiður er stærsta bol­fisk­skip Íslend­inga. Aðeins upp­sjáv­ar­skip­in Aðal­steinn Jóns­son SU-11 sem Eskja ger­ir út, Vil­helm Þor­steins­son EA-11 sem Sam­herji ger­ir út og Börk­ur NK-122 sem Síld­ar­vinnsl­an ger­ir út eru lengri og er skráð lengd um 83 metr­ar en Aðal­steinn er lengst­ur þar sem mesta lengd hans er yfir 94 metra. Sé litið til brútt­ót­onna er ný Þer­ney lík­lega stærst og nær hún um fimm þúsund brútt­ót­onn­um á móti rúm­lega fjög­ur þúsund brútt­ót­onn­um upp­sjáv­ar­skip­anna.

Tog­ar­inn var smíðaður árið 2020 af Armon skipa­smíðastöðinni í Gijon á Spáni. Upp­haf­lega var farið af stað í smíðin fyr­ir Brim (þá HB Granda) en Arctic Prime Fis­heries gekk inn í smíðin og tók við skip­inu. Brim var um tíma hlut­hafi í Arctic Prime Fis­heries en Guðmund­ur Kristjáns­son for­stjóri Brims fer nú með þriðjungs­hlut í fé­lag­inu í gegn­um Línu­skip ehf.

Rolls Royce í Nor­egi hannaði skipið í sam­starfi við Brim. Við hönn­un skips­ins var orku­sparnaður hafður að leiðarljósi, sem og sjálf­virkni. Aðstaða skip­verja er eins og best verður á kosið. Full­kom­inn búnaður er til flök­un­ar og fryst­ing­ar og fiski­mjöls­verk­smiðja frá HPP er í skip­inu þannig að all­ur afli verður full­nýtt­ur. Af­kasta­geta vinnsl­unn­ar get­ur verið allt að 150 tonn á sól­ar­hring. Flök­un­ar­vél­ar koma frá Vélfagi. Skipið er búið nýrri kyn­slóð af vél­um frá Ber­gen-Diesel og Rolls-Royce með 5.400 kW afli.

Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, seg­ir mikla kosti fylgja hinu nýja skipi og bend­ir sér­stak­lega á mikla af­kasta­getu vinnslu sem fæst með því að hún sé mikið sjálf­virkni­vædd. Þá sfylgi nýja skip­inu bætt ork­u­nýt­ing sem skil­ar meðal ann­ars minni los­un á hvert fram­leitt kíló.

Með því að hafa um borð fiski­mjöl­verk­smiðju er jafn­framt hægt að tryggja fulla nýt­ingu hrá­efn­is­ins, að sögn Guðmund­ar sem seg­ir skipið nýt­ast vel í að veiða karfa og gulllax

Brúin er vel búin.
Brú­in er vel búin. Ljós­mynd/​Armon
Aflmiklar vélar eru í nýrri Þerney.
Afl­mikl­ar vél­ar eru í nýrri Þer­ney. Ljós­mynd/​Armon
Aðstaða skipverja er með besta móti.
Aðstaða skip­verja er með besta móti. Ljós­mynd/​Armon

Ekki fyrsta Þer­ney

Þó nokkr­ar breyt­ing­ar hafa verið á skipa­kosti Brims und­an­farið og var að sumri á síðasta ári ákveðið að leggja tog­ar­an­um Örfiris­ey RE-4 fyr­ir upp­haf fisk­veiðiárs­ins 2023/​2024 og að skipið yrði selt.

Sam­hliða ákvörðun um að selja Örfiris­ey var ákveðið að festa kaup á græn­lenska tog­ar­an­um Tu­ukkaq af Tu­ukkaq Trawl AS sem er hlut­deild­ar­fé­lag Royal Green­land AS. Nam kaup­verðið 148 millj­ón­um danskra, jafn­v­irði 2,9 millj­arða ís­lenskra króna.

Við komu til lands­ins fékk Tu­ukkaq nafnið Þer­ney RE-3, en tog­ar­inn fékk ekki að halda nafn­inu lengi því í des­em­ber var greint frá því að Brim hefði ákveðið að selja skipið. Var skipið selt til Græn­lands þar sem það fékk nafnið Tasermiut GR 1-1 og hef­ur verið gert út frá Nanortalik.

Upp­fært 20.06.24 klukk­an 06:30: Í frétt­inni stóð að Arctic Prime Fis­heries væri dótt­ur­fé­lag Brims, en Brim átti aðeins 16,5% hlut í fé­lag­inu um tíma er Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur, fé­lag Guðmund­ar Kristjáns­son­ar sem er stærsti hlut­hafi Brims, átti 16,5%. Meiri­hluti hluta­fjár hef­ur verið í eigu græn­lenskra aðila og er nú Guðmund­ur eig­andi þriðjungs­hlut í græn­lensku út­gerðinni í gegn­um ís­lenska fé­lagið Línu­skip ehf. Frétt­in hef­ur verið upp­færð í sam­ræmi við þess­ar upp­lýs­ing­ar.

mbl.is