Bjarkey um Jón: „Ég er auðvitað ósátt“

Bjarkey Olsen er ósátt við hjásetu Jóns Gunnarssonar.
Bjarkey Olsen er ósátt við hjásetu Jóns Gunnarssonar. mbl.is/Eyþór Árnason

„Ég er auðvitað ósátt við það að Jón sá ekki ástæðu til að styðja mig í þessu máli.“

Þetta seg­ir Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­vælaráðherra sem var fyr­ir skömmu var­in van­trausti án stuðnings Jóns Gunn­ars­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra.

Jón sat hjá í at­kvæðagreiðslunni.

Studdi Jón á sín­um tíma

„Ég studdi hann á sín­um tíma þegar að hann fékk á sig van­traust­stil­lögu, og var ég þá ekki alltaf sátt við hans málsmeðferð í mjög mörg­um mál­um. En það breytti því ekki engu að síður að mér fannst til­hlýðilegt að styðja sam­ráðherra. Þannig já ég er auðvitað ósátt við það,“ seg­ir hún.

Van­traust­stil­laga var lögð fram á hend­ur Jóni á síðasta ári er hann var dóms­málaráðherra, en var felld.

Jón Gunnarsson sat hjá.
Jón Gunn­ars­son sat hjá. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Jón greini­lega óánægður

Bjarkey seg­ir að með hjá­setu Jóns hafi hann ekki verið að lýsa yfir van­trausti á rík­is­stjórn­ina, í ljósi orða hans um að slíkt væri ekki til­fellið.

„Hann er bara óánægður með þetta og það er auðvitað öll­um frjálst að hafa þessa skoðun. En ég hefði að sjálf­sögðu viljað að hann hefði stutt við mig.“

Opn­ar þetta nú á að það að ein­hverj­ir þing­menn Vinstri grænna styðji ekki ein­hver mál sem þeim hugn­ast ekki?

„Nei það finnst mér ekki. Við tök­um alla hluti mál­efna­lega. Alls ekki. Ég sit í þess­ari rík­is­stjórn og það er gott sam­starf við rík­is­stjórn­ar­borð þannig ég hef enga ástæðu til þess að ætla að það verði farið út í slík­an leik enda væri þá þetta stjórn­ar­sam­starf búið.“

mbl.is