Björgvin kominn til Spánar

Björgvin kvaddi Dalvík á mánudag.
Björgvin kvaddi Dalvík á mánudag. mbl.is/Þorgeir

Björg­vin EA-311, ís­fisk­tog­ari Sam­herja, kom til hafn­ar í Vigo á Spáni í gær­kvöldi eft­ir að hafa siglt þangað frá Dal­vík. Björg­vin lagði frá bryggju á Dal­vík í síðasta sinn á mánu­dag og var tölu­verður fjöldi íbúa mætt­ur til að kveðja skipið í síðasta sinn, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Fram kem­ur í færslu á vef Sam­herja að við síðustu brott­för Björg­vins EA slepptu þeir Leif­ur Björns­son og Hart­mann Kristjáns­son land­fest­um en þeir voru báðir í áhöfn skips­ins í liðlega tutt­ugu ár. Þá sigldu nokkr­ir í áhöfn Björg­vins EA með skip­inu til Spán­ar ásamt tveim­ur Spán­verj­um. Skip­stjóri á sigl­ing­unni var Björn Már Björns­son og fyrsti stýri­maður er Brynj­ólf­ur Odds­son.

Björg­vin EA var elsta skip í flota Sam­herja og var smíðað af Flekk­efjord slipp og maskin­fa­brikk AS í Nor­egi 1988. Um er að ræða 50,53 metra lang­an frysti- og ístog­ara sem er 12 metra breiður og mæl­ist 1.142,22 brútt­ót­onn.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: