„Verðmætum þessum fylgir líka ábyrgð“

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja ríkin þrjú sýna með samkomulaginu …
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja ríkin þrjú sýna með samkomulaginu að þau ætli ekki að axla þá ábyrgð sem á þeim hvílir um vernd stofnsins. Ljósmynd/Vinnslustöðin

„Yf­ir­gang­ur­inn er þeirra og skömm­in er þeirra.“

Svo hljóðar yf­ir­lýs­ing sem Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) sendu frá sér í dag vegna þríhliða samn­ings Fær­eyja, Nor­egs og Bret­lands um mak­ríl­veiðar sín­ar á vertíð sum­ars­ins, sem gerður var á mánu­dag.

Lönd­in þrjú hafa sam­mælst um hlut sér til handa og aðgang að lög­sögu Bret­lands og Nor­egs. Ísland, Evr­ópu­sam­bandið og Rúss­land eru ekki aðilar að sam­komu­lag­inu og gefa sjálf­stætt út sína kvóta á grund­velli þeirr­ar hlut­deild­ar sem gert er til­kall til.

28% hlut­deild fyr­ir hin strand­rík­in

„Mik­il verðmæti fel­ast í hinum sam­eig­in­lega fiski­stofni mak­ríls, en verðmæt­um þess­um fylg­ir líka ábyrgð. Ábyrgðin felst í því að öll­um ríkj­un­um sex ber sam­eig­in­lega að tryggja vöxt og viðgang þessa stofns til lengri framtíðar og fyr­ir kom­andi kyn­slóðir.“

„Þegar þrjú ríki taka sig sam­an um að hrifsa til sín yf­ir­gnæf­andi hlut­deild þessa stofns, án nokk­urs sam­komu­lags við önn­ur ríki sem deila þess­um sam­eig­in­legu verðmæt­um með þeim, þá sýna hlutaðeig­andi ríki að þau ætla ekki að axla þá miklu ábyrgð sem á þeim hvíl­ir um vernd fiski­stofns­ins.“

“Með þess þriggja ríkja fyr­ir­komu­lagi, sem gilda skal til árs­loka 2026, taka rík­in þrjú til sín tæp 72% af heild­arafla­marki í mak­ríl fyr­ir árið 2024 sem öll strand­rík­in sex samþykktu síðastliðið haust. Þar með er skil­in eft­ir 28% hlut­deild fyr­ir strand­rík­in þrjú sem standa utan sam­komu­lags­ins. Sé mið tekið af ein­hliða kvót­um þess­ara þriggja strand­ríkja árið 2026, þá var sam­eig­in­leg hlut­deild ESB, Íslands og Græn­lands 45,64%. 

Ísland hafi skyn­samt fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi

Í samn­ingn­um samþykkja rík­in veiðiheim­ild­ir hvers ann­ars og eru sam­an­lagðar heim­ild­ir sem rík­in munu út­hluta til sinna skipa 531.129 tonn, sem er 71,8% af þeim 739 þúsund tonn­um sem Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) hef­ur lagt til að verði há­marks­afli veiðanna. 

Þríhlíða samn­ing­ur ríkj­anna ger­ir ráð fyr­ir að Fær­eyj­ar og Nor­eg­ur út­hluti mak­ríl­kvóta til sinna skipa árin 2025 og 2026 í sama hlut­falli af ráðgjöf ICES og gert er vegna mak­ríl­vertíðar­inn­ar á þessu ári. 

„Með skyn­sömu fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi, vís­inda­legri nálg­un og skil­virk­um veiðum hef­ur Íslend­ing­um tek­ist að viðhalda fiski­stofn­um í eig­in lög­sögu og gera um leið mik­il verðmæti úr fisk­veiðiauðlind­inni,“ seg­ir svo í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is