Ætlaði að hætta að leika

Matthew McConaughey.
Matthew McConaughey. AFP/Joe Kalmar

Leik­ar­inn Matt­hew McCon­aug­hey viður­kenn­ir að hann hafi ætlað að hætta að leika þegar hann tók sér pásu frá Hollywood til að finna sjálf­an sig.

Þetta seg­ir McCon­aug­hey í ein­lægu viðtali við leik­ar­ann Glen Powel.

Óljóst er hvenær leik­ar­inn tók sér hlé en hann sást ekki á hvíta tjald­inu á ár­un­um 2007- 2010.

McCon­aug­hey seg­ist hafa verið fast­ur í flokki róm­an­tíska gam­an­mynda og hann yf­ir­gaf Hollywood til að finna sjálf­an sig á ný. Hann bæt­ir því við að þessi tími í lífi hans hafi verið ógn­vekj­andi en hann og eig­in­kona hans, Camila Al­vez, áttu marg­ar lang­ar sam­ræður um hvaða bíó­mynda­flokk­ur myndi henta McCon­aug­hey best.

Leik­ar­inn hef­ur ástríðu fyr­ir mörgu öðru en leik­list. Á ein­hverj­um tíma­punkti íhugaði hann að ger­ast kenn­ari, skella sér í tón­list­ar­nám eða verða leiðsögumaður og fara með hópa til að skoða fram­andi staði og dýr.

„Ég hrein­lega hélt að ég hefði al­gjör­lega losað mig við Hollywood. En ég var bú­inn að gera upp hug minn og ég vissi hvað ég varð að gera. Ég ætlaði ekki að toga í fall­hlíf­ina og hætta við verk­efnið. Þetta var samt ógn­vekj­andi því ég vissi ekki hvort ég myndi nokk­urn tíma kom­ast út úr eyðimörk­inni,“ seg­ir McCon­aug­hey.

Síðan þá hef­ur McCon­aug­hey unnið til Óskar­sverðlauna fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni Dallas Buyers Club árið 2014 en einnig sló hann í gegn í kvik­mynd­inni In­ter­stell­ar sem kom út sama ár.

Page six

mbl.is