Krefjandi spurningar lagðar fyrir Lilju

Helga Vala Helgadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Bergþór Ólason eru …
Helga Vala Helgadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Bergþór Ólason eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, ferðamála-, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála sem sýnd­ur verður hér á mbl.is klukk­an 14 í dag. 

Í þætt­in­um verður margt til umræðu og verður ráðherra gert að svara krefj­andi spurn­ing­um um ferðaþjón­ust­una, lista­manna­laun­in, fjár­lög­in, ís­lenska tungu og sitt­hvað fleira. 

Helga og Bergþór rýna helstu frétt­ir

Að auki mæta þau Helga Vala Helga­dótt­ir, lögmaður og fyrr­ver­andi alþing­is­kona, og Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, í settið til Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar og fara yfir það sem bar helst á góma í sam­fé­lagsum­ræðunni síðastliðna viku. Bú­ast má við að þar eigi eft­ir að skap­ast afar líf­leg­ar umræður. 

Ekki missa af Spurs­mál­um hér á mbl.is á slag­inu klukk­an 14 alla föstu­daga. 

mbl.is