Grásleppa kvótasett í frumvarpi

Frjálsar veiðar á grásleppu eru aflagðar í frumvarpi.
Frjálsar veiðar á grásleppu eru aflagðar í frumvarpi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frum­varp til laga um kvóta­setn­ingu á grá­sleppu er eitt þeirra þing­mála sem sam­komu­lag hef­ur náðst um að af­greitt verði sem lög frá Alþingi áður en til þing­frest­un­ar kem­ur. Lík­legt er talið að þingið fari í sum­ar­leyfi í kvöld, laug­ar­dags­kvöld, ell­egar snemma í næstu viku.

Óvíst var um tíma hvort málið næði fram að ganga, en ein­hverj­ir þing­menn Vinstri grænna voru and­víg­ir mál­inu, enda þótt Orri Páll Jó­hanns­son, formaður þing­flokks þeirra, væri meðal flutn­ings­manna, en hann tók við sæti Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur, nú mat­vælaráðherra, í nefnd­inni.

Meg­in­til­gang­ur frum­varps­ins er að auka fyr­ir­sjá­an­leika við grá­sleppu­veiðar og að tryggja bet­ur sjálf­bær­ar og mark­viss­ar veiðar, að því er fram kem­ur í nefndaráliti meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is sem flyt­ur frum­varpið. Seg­ir þar að á und­an­förn­um árum hafi veiðistjórn grá­sleppu sætt gagn­rýni fyr­ir þær sak­ir að vera ómark­viss og ófyr­ir­sjá­an­leg þeim sem stunda veiðarn­ar, en hingað til hef­ur stjórn veiða á grá­sleppu verið háð rétti til veiða og leyf­um Fiski­stofu.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: