Samfylkingin hefur lagt mannréttindin til hliðar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:58
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:58
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Helga Vala Helga­dótt­ir, fyrr­um þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að Sam­fylk­ing Kristrún­ar Frosta­dótt­ur hafi sett mann­rétt­inda­bar­átt­una til hliðar í sinni bar­áttu. Hið sama eigi við um um­hverf­is- og lofts­lags­mál.

Er hún harðorð í garð for­yst­unn­ar. Mikla at­hygli vakti í sept­em­ber síðastliðnum þegar Helga Vala sagði skilið við þing­mennsku og sneri sér að lög­manns­störf­um. Var það talið til marks um ágrein­ing eða áherslumun milli henn­ar og Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Þessi meinti viðsnún­ing­ur flokks­ins er til um­fjöll­un­ar í nýj­asta þætti Spurs­mála þar sem Helga Vala mæt­ir til leiks ásamt Bergþóri Ólasyni, þing­flokks­for­manni Miðflokks­ins.

Orðaskipt­in í Spurs­mál­um

Orðaskipt­in um þetta má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en einnig í text­an­um sem ritaður er upp hér að neðan:

Nú höf­um við tekið eft­ir því að í fleiri og fleiri mál­um sem Kristrún tek­ur á þá lend­ir hún í vand­ræðum inn­an­flokks. Það koma af því reglu­lega frétt­ir um að fólk sé að segja sig úr flokkn­um. Nú síðast bæj­ar­full­trúi flokks­ins í Garðabæ. Og það eru höfð uppi stór orð um að flokk­ur­inn hafi svikið mann­rétt­indi fólks, meðal ann­ars með því að sitja hjá í út­lend­inga­mál­inu. Þetta virðist ekki bíta á fylg­inu, það virðist hrynja af flokkn­um allskyns trúnaðar­menn sem hafa gert sig gild­andi inn­an flokks­starfs­ins en al­menn­ing­ur virðist láta sér það í léttu rúmi liggja.

Helga Vala Helgadóttir hætti sem þingmaður Samfylkingarinnar í september í …
Helga Vala Helga­dótt­ir hætti sem þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í sept­em­ber í fyrra. mbl.is/​Hall­ur Már

Stimp­ill á van­trausti

„Já. Ég held að þetta sé líka ákveðinn stimp­ill á van­trausti á rík­is­stjórn­inni. Það er hluti af því mikla fylgi sem Sam­fylk­ing­in er að upp­skera núna í þess­um könn­un­um, er bara vegna þess hversu rík­is­stjórn­in er rosa­lega lé­leg.

Þannig að þetta er ekki stuðning­ur við Sam­fylk­ing­una sem slíka?

„Jú, jú, líka. Þetta er mjög vel strúkt­úrer­arð hjá henni og henn­ar fylgi­tungl­um. Og þau eru að gera þetta mjög vel.“

All­ir nema Ólaf­ur Þ. Harðar­son

En er það rétt hjá þessu fólki sem hef­ur sagt sig frá störf­um að hún hafi snúið baki við mann­rétt­ind­um?

„Það er al­gjör viðsnún­ing­ur í stefnu flokks­ins í ákveðnum grund­vall­ar­mál­um. Það er bara þannig. Það er ekk­ert hægt að horfa fram hjá því. Ég var auðvitað nokkuð hissa þegar Ólaf­ur Þ. Harðar­son mætti í stutt­bux­un­um og sagði að það væri eng­in stefnu­breyt­ing. Það sjá það auðvitað all­ir að það er stefnu­breyt­ing.“

Í út­lend­inga­mál­un­um?

„Já og öðrum líka lyk­il­mál­um. Mann­rétt­ind­in hafa verið hliðsett í nýju Sam­fylk­ing­unni. Það er bara mark­visst ákvörðun að hafa það þannig. Sama með um­hverf­is­mál­in og nátt­úru­vernd­ina sem hafa líka verið kjarna­mál. Þau hafa verið sett til hliðar. Þau tala þannig sjálf. Formaður­inn tal­ar þannig. Þetta er ný Sam­fylk­ing og hún nýt­ur mik­ill­ar hylli. Þannig að al­menn­ing­ur virðist frek­ar vera á því að hliðsetja mann­rétt­indi og um­hverf­is- og lofts­lags­mál.“

Helga Vala og Bergþór Ólason eru gestir Spursmála þessa vikuna.
Helga Vala og Bergþór Ólason eru gest­ir Spurs­mála þessa vik­una. mbl.is/​Hall­ur Már

Taka upp stefnu Dan­anna

Hvað er það að hliðsetja mann­rétt­indi, í hverju birt­ist það?

„Að leggja ekki leng­ur áherslu á þau mál. Að það séu ekki leng­ur þau mál sem flokk­ur­inn tal­ar fyr­ir. Að taka upp orðræðu syst­ur­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, t.d. í Dan­mörku þegar kem­ur að mál­efn­um fólks á flótta. Það er auðvitað grund­vall­ar stefnu­breyt­ing. Hún virðist virka.“

Fylgið ekki vegna þessa

Það virðist falla í kramið.

„Já en ég held reynd­ar að þessi 30% séu ekki að merkja sig á flokk­inn vegna þeirr­ar stefnu­breyt­ing­ar. Það er auðvitað lyk­ilfólk sem er að fara en eins og ég heyrði vara­for­mann­inn segja: það er allt í lagi, það kem­ur bara maður í manns stað.“

Það er af nógu að taka.

„Já, já. Það er bara gam­an hjá okk­ur og stemn­ing og fólk kem­ur og fer þannig að ég held að þeim líði bara vel með það að losna við ákveðinn kjarna sem hef­ur verið þarna síðustu tvo ára­tugi í ein­hverri grasrót. Það er bara í öll­um þess­um flokk­um, það er bara... þetta eru ekki trú­ar­brögð.“

Leika skjöld­um tveim?

Bergþór Ólason tel­ur hins veg­ar að Sam­fylk­ing­in sé að reyna að höfða til ólíkra hópa og sjón­ar­miða þegar kem­ur að út­lend­inga­mál­un­um.

„En er ekki Kristrún líka að reyna aðeins að feta bil beggja. Eins og við sáum til dæm­is í at­kvæðagreiðslunni um út­lend­inga­mál­in, ann­arri umræðunni. Þá fer Sam­fylk­ing­in á móti fjöl­skyldusam­ein­ing­ar­á­kvæðinu, sem var nú kannski aðal ákvæði þess­ar­ar síðustu laga­breyt­ing­ar. Ég veit ekki hvort að það var gert til þess að friða ein­hverja hópa inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eða hvort stefnu­breyt­ing­in hefði ekki gengið lengra en þetta. Því það var auðvitað eng­inn nema Ólaf­ur Þ. Harðar­son sem sá ekki stefnu­breyt­ingu í þessu. Kannski var hon­um bara svo kalt á kálf­un­um þegar stutt­buxna­tíma­bilið geng­ur í garð um miðjan vet­ur. En stefnu­breyt­ing­in blas­ir við. En mér hef­ur þótt vekja litla at­hygli áhersl­an á fjöl­skyldusam­ein­ing­ar­hlut­ann sem var síðan önn­ur u-beygja út frá þeirri línu sem virt­ist hafa verið lögð,“ seg­ir Bergþór.

Viðtalið við Helgu Völu og Bergþór má sjá í heild sinni hér fyr­ir neðan:

mbl.is