„Grásleppukarlinn heyrir nú sögunni til“

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, mótmælir harðlega kvótasetningu grásleppuveiða …
Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, mótmælir harðlega kvótasetningu grásleppuveiða og telur nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til mótvægisaðgerða eina og að stækka strandveiðipottinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjart­an Páll Sveins­son, formaður strand­veiðifé­lags Íslands (STÍ), full­yrðir að með samþykkt kvóta­setn­ingu grá­sleppu á loka­spretti þings­ins um helg­ina hafi sann­ast að kvóta­kerfið hafi ekk­ert með vernd fiski­stofna að gera.

Hann seg­ir í yf­ir­lýs­ingu fé­lagið harðlega mót­mæla kvóta­setn­ing­unni sem sé aðför af hinu dreifðu byggðum. Tel­ur hann jafn­framt ljóst að frum­varpið marki „upp­haf verk­smiðju­veiða í grá­sleppu og „grá­sleppu­karl­inn“ heyr­ir nú sög­unni til. Þegar menn fara hægt og bít­andi að selja sig út vilja þeir vænt­an­lega nota bát­ana sína í eitt­hvað annað og þá liggja strand­veiðar beint við. Því má bú­ast við tölu­verðri aukn­ingu á sókn inn­an strand­veiðikerf­is­ins, sem nú þegar er löngu komið út að ystu þan­mörk­um.“

Þá sé verið að tak­marka at­vinnu­frelsi smá­báta­sjó­manna með kvóta­setn­ing­unni og tel­ur Kjart­an Páll eðli­legt að stjórn­völd grípi til mót­vægisaðgerða vegna þess með því að stækka strand­veiðipott­inn. „STÍ bíður spennt eft­ir til­kynn­ingu þar að lút­andi.“

Seg­ir þetta þrá­hyggju

Kjart­an Páll seg­ir rök­stuðning­ur fyr­ir kvóta­setn­ing­unni hafi verið rýr, enda ekk­ert sem bendi til að grá­sleppa sé of­veidd eða í hættu. „Auk­in held­ur hef­ur Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið ekki viðkennt aðferðafræði Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar við stofn­mæl­ingu grá­sleppu, enda ekki trú­verðug aðferð að stofn­mæla grá­sleppu með stór­um tog­ur­um og botntroll­um,“ full­yrðir hann.

Þá hafi „kvóta­setn­ing allra annarra teg­unda leitt til linnu­lausr­ar blóðtöku úr brot­hætt­um byggðum“ og slík aðgerð „ein­göngu leitt til skerðing­ar á at­vinnu­frelsi.“ Sak­ar hann aðila með grá­sleppu­leyfi og veiðireynslu um að halda að sér hönd­um að selja báta og grá­sleppu­leyfi „í von um að kvóta­setn­ing grá­sleppu færi þeim gríðarleg verðmæti til að selja eða leigja frá sér.“

„Þessi þrá­hyggja einka­væðing­arsinna um kvóta­setn­ingu grá­sleppu sýn­ir það og sann­ar sem all­ir vita: kvóta­kerfið hef­ur ekk­ert með vernd­un fiski­stofna að gera. Mark­miðið er að senda hrogn­kelsið sömu leið og alla aðra nytja­stofna: í einka­eigu ör­fárra aðila,“ seg­ir Kjart­an Páll í yf­ir­lýs­ing­unni.

Tekist er á um tilhögun grásleppuveiða.
Tek­ist er á um til­hög­un grá­sleppu­veiða. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ef­ast um tak­mark­an­ir

Hann gef­ur lítið fyr­ir tak­mark­an­ir sem sett­ar eru á kvóta­eign í hinum nýju lög­um. „Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar og aðalspraut­an í þessu sorg­ar­ferli, fel­ur sig á bak við 1,5% kvótaþak sem sönn­un þess að kvót­inn muni ekki all­ur enda hjá stór­út­gerðinni. Það verður þó auðsótt mál, þegar grá­slepp­an hef­ur verið geir­negld í kvóta, að hækka þakið. Við höf­um áður séð þann tróju­hest inn­an fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is Íslend­inga. Nú þegar liggja fyr­ir áform um laga­setn­ingu um að hækka kvótaþakið úr 12% í 15% af heild­arkvóta fisk­veiðiflot­ans.“

Vís­ar hann til hug­mynda sem fylgdu stefnu­mót­un­ar­verk­efni Svandís­ar Svavars­dótt­ur, fyrr­ver­andi mat­vælaráðherra, sem fram fór und­ir merkj­um „Auðlind­in okk­ar“ þar sem lagt var til að kvótaþak yrði hækkað fyr­ir út­gerðarfé­lög sem skráð væru á markað. Horft var til þess að upp­lýs­inga­skylda skráðra fé­laga væri rík­ari en annarra og var von­ast til að aðgerðin myndi fjölga skráðum fé­lög­um og þarm með auka gagn­sæi grein­ar­inn­ar.

„Eft­ir sit­ur að „hagræðing“ get­ur ekki tal­ist til rétt­læt­ing­ar kvóta­setn­ing­ar­inn­ar. Það er þó eng­in girðing fyr­ir aðila sem vilja fara í kring­um kvótaþakið, að gera það með sama hætti og stór­út­gerðin, sem sagt að setja kvót­ann og bát­ana í nógu mörg fé­lög og færa kvóta á milli inn­an fisk­veiðiárs­ins, sleppa þannig und­an regl­um um kvótaþakið,“ seg­ir Kjart­an Páll.

Deilu­mál um langt skeið

Um langt skeið hef­ur verið deilt um til­hög­un grá­sleppu­veiða og hef­ur fjöldi þeirra sem stunda veiðarn­ar kvartað und­an ófyr­ir­sjáa­bleika og hátt sókn­arálag. Telja stuðnings­menn kvóta­setn­ing­ar að með kvóta­setn­ing­unni verði hægt að stunda veiðarn­ar með ábyrg­ari og hag­kvæm­ari hætti.

Und­ir­rituðu fyr­ir fjór­um árum meiri­hluti þeirra sem höfðu grá­sleppu­leyfi yf­ir­lýs­ingu til stuðnings kvóta­setn­ingaráforma Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, þáver­andi land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

Málið hef­ur hins veg­ar verið erfitt úr­lausn­ar vegna mik­ill­ar and­stöðu, ekki aðeins meðal hóps grá­sleppu­sjó­manna en einnig víðar meðal smá­báta­sjó­manna og í sam­fé­lag­inu. Hef­ur verið til staðar ótti um samþjöpp­un veiðiheim­ilda og að dragi úr nýliðun.

Lagði Svandís Svavars­dótt­ir, þáver­andi mat­vælaráðherra, fram frum­varp um kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða á vorþingi 2023. frum­varpið fékkst þó ekki af­greitt fyr­ir þinglok í fyrra.

mbl.is