117 ágreiningsseðlar teknir fyrir: Halla réttkjörin

Landskjörstjórn kom saman í Þjóðminjasafninu í dag 25. júní.
Landskjörstjórn kom saman í Þjóðminjasafninu í dag 25. júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­kjör­stjórn hef­ur kveðið upp úr­sk­urði sína vegna ágrein­ings­seðla sem skilað var inn í for­seta­kosn­ing­un­um þann 1. júní síðastliðinn og kjör Höllu Tóm­as­dótt­ur hef­ur verið staðfest. 117 ágrein­ings­seðlar voru tekn­ir fyr­ir. 

Ástríður Jó­hann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Lands­kjör­stjórn­ar, seg­ir fund kjör­stjórn­ar í Þjóðminja­safn­inu í morg­un hafa gengið vel fyr­ir sig. Leyst hafi verið úr öll­um ágrein­ings­seðlum og ákv­arðanir kjör­dæma­kjör­stjórna hafi ým­ist verið staðfest­ar eða snúið við. Fram­bjóðend­um og umboðsmönn­um þeirra var boðið á fund­inn. 

Á dag­skrá var að úr­sk­urða um ágrein­ings­at­kvæði og úr­slit kosn­ing­anna. 

„Það voru kveðnir upp þrír úr­sk­urðir vegna ágrein­ings­at­kvæða frá Reykja­vík Norður, Reykja­vík Suður og Norðvest­ur­kjör­dæmi og svo voru þeir úr­sk­urðir und­ir­ritaðir. Svo er úr­slit­um for­seta­kjörs­ins lýst í sam­ræmi við 120. grein kosn­ingalaga og í raun les­in upp staðfest­ing á kjöri for­seta þar sem er vísað til ákvæða stjórn­ar­skrár og kosn­ingalag­anna og að Halla Tóm­as­dótt­ir hafi verið lög­lega kjör­in for­seti," seg­ir Ástríður. 

Flest­ir seðlarn­ir staðfest­ir ógild­ir

Spurð seg­ir hún eitt at­kvæði hafa flokk­ast sem ágrein­ings­at­kvæði í Norðvest­ur­kjör­dæmi og ákvörðun yfir­kjör­stjórn­ar þar staðfest. Í Reykja­vík Norður hafi það verið 57 seðlar, úr­sk­urðað um þá í nokkr­um knipp­um, og all­ar ákv­arðanir yfir­kjör­stjórn­ar staðfest nema ein. Í Reykja­vík Suður hafi 59 ágrein­ings­at­kvæði verið tek­in fyr­ir og all­ar ákv­arðanir staðfest­ar nema er varðaði eitt at­kvæði sem var metið gilt. 

„Það var í flest­um til­vik­um um að ræða seðla sem voru staðfest­ir ógild­ir og það voru nokkr­ir í báðum úr­sk­urðum sem höfðu verið úr­sk­urðaðir gild­ir. Í sitt hvor­um úr­sk­urðinum voru at­kvæði úr­sk­urðuð gild sem yfir­kjör­stjórn hafi úr­sk­urðað ógild en þau voru í báðum til­vik­um greidd Höllu Tóm­as­dótt­ur," seg­ir Ástríður. 

Staðfest­ingu Lands­kjör­stjórn­ar á kjöri Höllu Tóm­as­dótt­ur í embætti for­seta Íslands má sjá með því að smella hér. 

mbl.is