Hefur verið að undirbúa sig allt sitt líf

Donald Trump og Joe Biden takast á í sjónvarpssal á …
Donald Trump og Joe Biden takast á í sjónvarpssal á morgun. AFP

Joe Biden og Don­ald Trump munu mæt­ast í kapp­ræðum á morg­un í fyrsta sinn í aðdrag­anda for­seta­kostn­ing­anna í haust. Kapp­ræðurn­ar gætu komið til með að hafa mik­il áhrif á bar­átt­una um valda­mesta embætti heims en fram­bjóðend­urn­ir tveir mæl­ast nokkuð jafn­ir í skoðanna­könn­un­um.

Bú­ist er við að tug­ir millj­óna Banda­ríkja­manna muni fylgj­ast með kapp­ræðunum sem verða sýnd­ar á CNN en báðir fram­bjóðend­ur hafa í aukn­um mæli ráðist að per­sónu hvors ann­ars í aðdrag­anda kapp­ræðnanna.  

„Ég held að ég hafi verið að und­ir­búa mig fyr­ir þetta allt mitt líf... við mun­um gera þetta mjög vel,“ sagði Don­ald Trump um kapp­ræðurn­ar í samstali við sjón­varpstöðina News­max.

Áhyggj­ur yfir aldri fram­bjóðanda

Sem stend­ur mæl­ist Trump með ör­lítið for­skot á Biden í þeim sveiflu­rík­um sem koma lík­lega til með að ráða úr­slit­um kosn­ing­anna en yfir höfuð mæl­ist fylgi þeirra jafnt.

Mikið hef­ur verið rætt um ald­ur Biden, sem er 81 árs, en marg­ir kjós­end­ur hafa áhyggj­ur af and­legri skerpu hans. Ekki hef­ur borið á áhyggj­um yfir aldri Trump í sama mæli þrátt fyr­ir að vera aðeins þrem­ur árum yngri en and­stæðing­ur sinn.

Báðir fram­bjóðend­ur hafa upp á síðkastið verið staðnir að mis­tök­um í op­in­ber­um ræðuhöld­um sem vakið hafa upp spurn­ing­ar um háan ald­ur þeirra.

Þá hef­ur einnig mikið verið rætt um þann fjölda saka­mála sem Trump á yfir höfði sér en marg­ir hafa áhyggj­ur af því að hann muni nota for­seta­embættið til að gera upp per­sónu­leg mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina