Notebook-stjarna með Alzheimers

Leikkonan Gena Rowlands sem fór með hlutverk eldri útgáfu Allie …
Leikkonan Gena Rowlands sem fór með hlutverk eldri útgáfu Allie í The Notebook berst við Alzheimers. Ljósmynd/mbl.is

Leik­kon­an Gena Row­lands, sem hef­ur átt far­sæl­an fer­il á leik­sviðinu, er kom­in með Alzheimers-sjúk­dóm. Þetta til­kynnti son­ur henn­ar og leik­stjór­inn Nick Cassa­vets, en móðir hans varð 94 ára þann 19. júní síðastliðinn. 

Row­lands lék á hvíta tjald­inu í næst­um 70 ár en hún hef­ur unnið til fjölda kvik­mynda­verðlauna í gegn­um tíðina. Hún er þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt sem eldri út­gáfa af Allie í kvik­mynd­inni The Note­book en leik­kon­an Rachel McA­dams lék yngri út­gáfu karakt­ers­ins sem varð eft­ir­minni­lega ást­fang­in af Noah. 

Cassa­vets seg­ir í viðtali við Entertain­ment Weekly að síðustu daga hafi hann hugsað mikið til kvik­mynd­ar­inn­ar The Note­book sem fagn­ar 20 ára af­mæli í ár. Hann vann að mynd­inni með móður sinni á sín­um tíma en hon­um finnst und­ar­legt að hugsa til þess að karakt­er­inn sem móðir hans lék, gamla Allie, var ein­mitt líka með Alzheimers. 

„Ég fékk móður mína til að leika eldri Allie og við vörðum mikl­um tíma sam­an í að tala um Alzheimer því við vild­um að per­sóna henn­ar yrði ein­læg. Núna síðustu fimm árin hef­ur hún sjálf verið að glíma við Alzheimers. Sjúk­dóm­ur­inn hef­ur tekið yfir en þetta er svo klikkað því við höf­um þekkt fólk með sjúk­dóm­inn, hún lék þetta og nú er komið að okk­ur,“ seg­ir Cassa­vets. 

mbl.is