Aflaheimild aukin um 2 þúsund tonn

Búið er að auka aflaheimildina um 2 þúsund tonn.
Búið er að auka aflaheimildina um 2 þúsund tonn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mat­vælaráðherra hef­ur ákveðið að auka afla­heim­ild upp á 2 þúsund tonn af þorski á yf­ir­stand­andi strand­veiðitíma­bili. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­vælaráðherra hef­ur und­ir­ritað breyt­ingu á reglu­gerð sem heim­il­ar aukna afla­heim­ild. Heild­ar­ráðstöf­un í þorski til strand­veiða átti að vera 10 þúsund tonn en verða nú í stað 12 þúsund tonn.

Lög gera ráð fyr­ir að hverj­um strand­veiðibát verði heim­ilað að stunda veiðar í tólf daga í maí, júní, júlí og ág­úst.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­vælaráðherra. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Aukn­ing­in kem­ur af skipti­markaði

„Með þess­ari aukn­ingu hækk­ar hlut­fall strand­veiða á þorski upp í rúm 55% af þorski inn­an fé­lags­lega hluta fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins. Svo stór­um hluta heim­ilda hef­ur ekki verið ráðstafað til strand­veiða áður,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Aukn­ing­in kem­ur af skipti­markaði, þar af 1.300 tonn af þorski sem feng­ust í skipt­um fyr­ir heim­ild­ir á mak­ríl.

„Þessi ákvörðun er tek­in til að rétta af þann halla sem er af­leiðing þess fyr­ir­komu­lags sem hef­ur verið á strand­veiðum þar sem sum byggðarlög hafa borið skarðan hlut frá borði,“ er haft eft­ir Bjarkeyju í til­kynn­ing­unni.

mbl.is