Bjarni óánægður með fylgi flokksins

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kveðst ekki ánægður með fylgi flokks síns í niður­stöðum könn­un­ar Maskínu í gær, en flokk­ur­inn mæld­ist þar með 15% fylgi.

„Eins og gef­ur að skilja þá erum við ekki ánægð með fylgið þegar það mæl­ist þetta lágt en við erum bara í miðri vinn­unni og við mun­um kom­ast í nán­ari sam­tal við kjós­end­ur áður en kosið verður,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að í því sam­tali verði rætt um þá framtíðar­sýn sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur upp á að bjóða.

„Það hafa ekki marg­ir farið í jafn marg­ar kosn­ing­ar og ég, og ég þyk­ist vita að tæki­fær­in séu til staðar,“ seg­ir Bjarni.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir með 30% fylgi

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 15% fylgi í um­ræddri könn­un en sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna mæld­ist 30%.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæl­ist 27% þriðja mánuðinn i í röð og er hún með næst­um tvö­falt meira fylgi en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn.

Mark­tæk­ur mun­ur er á fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Sjálf­stæðis­flokks­ins sextánda mánuðinn í röð.

Verk að vinna

Held­ur þú að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fái ekki 15% fylgi þegar kem­ur að þing­kosn­ing­um?

„Það get­ur auðvitað eng­inn full­yrt neitt um það, en ég er bjart­sýnn maður og ég finn að stefnu­mál okk­ar og áhersl­ur eiga mjög góðan sam­hljóm með þjóðinni og ég veit það, þannig það er bara verk að vinna,“ seg­ir Bjarni.

mbl.is