Trump með forskot á Biden

Joe Biden, sitjandi forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, fyrrverandi forseti.
Joe Biden, sitjandi forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, fyrrverandi forseti. AFP

Mikið verður í húfi þegar fyrri kapp­ræður Joe Biden og Don­ald Trump fara fram í nótt en Trump hef­ur naumt for­skot í skoðana­könn­un­um. 

Ein­stakt tæki­færi í kosn­inga­bar­átt­unni

Í ár fá fram­bjóðend­urn­ir ein­ung­is tvö tæki­færi til sann­færa kjós­end­ur í kapp­ræðum og hef­ur því viðburður­inn í kvöld alla burði til að skipta sköp­um í kosn­inga­bar­átt­unni. Áætlað er að millj­ón­ir Banda­ríkja­manna muni fylgj­ast með kapp­ræðunum sem fara fram kl. 21.00 á staðar­tíma í Atlanta í Georgíu-fylki eða um klukk­an 01.00 að ís­lensk­um tíma.

Sam­kvæmt nýj­ustu skoðana­könn­un Quinnipiac-há­skóla myndu 49% Banda­ríkja­manna kjósa Trump og 45% kjósa Biden. At­hygli vek­ur að hvor­ug­ur fram­bjóðand­inn nýt­ur sér­stakra vin­sælda og enn eru marg­ir óákveðnir.

Hæfni fram­bjóðend­anna dreg­in í efa

Hægt verður að fylgj­ast með keppi­naut­un­um berj­ast um hylli Banda­ríkja­manna á YouTu­be eða vef CNN. Fá þeir Trump og Biden 90 mín­út­ur hvor til að sann­færa kjós­end­ur.

Kjós­end­ur hafa þá helst áhyggj­ur af and­legri skerpu Biden, sem nú er 81 árs, og þeim fjöl­mörgu saka­mál­um sem Trump á yfir höfði sér. Telja ýms­ir að Trump muni nota for­seta­embættið til að gera upp sín per­sónu­legu mál.

Trump reyn­ir að end­ur­heimta at­kvæði

Þar sem Trump og Biden hafa nú báðir setið í for­seta­stól er talið lík­legt að þeir muni bera sam­an kjör­tíma­bil sín í nótt. Þá muni fram­bjóðend­urn­ir reyna að sann­færa óákveðna kjós­end­ur sem kusu hann árið 2016 en Biden árið 2020, til að kjósa sig aft­ur.

mbl.is