Frammistaðan áfall fyrir demókrata

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ.
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ.

Silja Bára Ómars­dótt­ir, pró­fess­or við stjórn­mála­deild Há­skóla Íslands,seg­ir kapp­ræður Joe Bidens og Don­ald Trumps í nótt áfall fyr­ir demó­krata. Hún tel­ur mögu­legt að skipta út fram­bjóðanda flokks­ins en seg­ir það geta reynst flókið.

Í nótt mætt­ust Joe Biden Banda­ríkja­for­seti og Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, í sjón­varps­sal í fyrsta sinn fyr­ir kosn­ing­arn­ar í nóv­em­ber þar sem báðir stefna á vera kjörn­ir for­seti í annað sinn.

Mikið hef­ur verið rætt um kapp­ræðurn­ar og þá helst um frammistöðu Bidens en marg­ir vilja meina að hún hafi verið sér­lega slæm. For­set­inn var hás og átti á köfl­um erfitt með að gera sig skilj­an­leg­an. 

Fram­koma Trumps þótti yf­ir­vegaðri en oft áður en stuðnings­menn hans voru al­mennt sátt­ir með frammistöðuna og töldu hann hafa haft miklu bet­ur gegn sitj­andi for­seta.

Áfall fyr­ir demó­krata

Silja Bára seg­ir kapp­ræðurn­ar ekki beint hafa komið sér á óvart en að ljóst sé að það hafi verið „áfall fyr­ir demó­krata að sjá Biden virka þetta veik­an fyr­ir á sviði.“

Þá set­ur Silja spurn­inga­merki við fyr­ir­komu­lag kapp­ræðnanna en þær fóru þannig fram að hvor fram­bjóðandi fékk af­markaðan tíma til að svara spurn­ing­um og á meðan var slökkt á hljóðnema and­stæðings­ins. 

„Ég held að upp­setn­ing­in, þessi hug­mynd um að hafa svona stutt­an tíma til að svara hverri spurn­ingu bauð í raun og veru upp á mjög lítið sam­tal milli þeirra svo þetta var dá­lítið hvor um sig að tala en ekki sam­tal eða viðbrögð milli þeirra,“ seg­ir Silja og bæt­ir við:

„Mér fannst Biden sér­stak­lega vera eins og hann hafi verið að leggja rosa­lega margt á minnið og var upp­tek­in af því. Þannig hann var ekki að hlusta á það sem Trump sagði og brást ekki við hon­um.“

Spurn­ing hvort áhrif­in vari

Spurð hvaða áhrif hún held­ur að kapp­ræðurn­ar hafi á kosn­inga­bar­átt­una framund­an seg­ir Silja: „Ég býst nú við að Trump muni pikka upp ein­hvern stuðning í kjöl­farið af þessu en svo er hins­veg­ar spurn­ing hvort það vari og hvort fólk muni muna eft­ir þessu.“

Hún bæt­ir við að enn séu fjór­ir mánuðir í kosn­ing­ar og mjög óvenju­legt að form­lega bar­átta milli fram­bjóðanda hefj­ist svo snemma en báðir fram­bjóðend­ur eiga enn eft­ir að fá form­legt umboð frá flokk­um sín­um. 

Alltaf hægt að finna leiðir

Marg­ir Demó­krat­ar eru gíf­ur­lega von­svikn­ir með frammistöðu Bidens í kapp­ræðunum og ein­hverj­ir hafa viðrað þá skoðun að leita ætti leiða til finna nýj­an for­setaframjóðanda flokks­ins fyr­ir lands­fund í ág­úst.

Spurð hvort það sé raun­hæft seg­ir Silja: „Það er alltaf hægt að finna ein­hverj­ar leiðir, þetta er held ég ekki eitt­hvað sem er skrifað inn í regl­urn­ar um fund­inn. [...] Fyrst og fremst yrði press­an bakvið tjöld­in á Biden að draga sig í hlé. Ef ein­hver myndi skora á hann á fund­in­um og reyna að fá fram at­kvæðagreiðslu yrði það mjög flókið og erfitt að ná því í gegn.“

Marg­ir mót­falln­ir báðum

Spurð hvort að frammistaða fram­bjóðend­anna í kapp­ræðunum sé lík­leg til að hafa meiri áhrif á ákveðna þjóðfé­lags­hópa inn­an Banda­ríkj­anna seg­ist Silja ekki halda það en bend­ir á stór hluti kjós­enda vilji hvor­ug­an fram­bjóðand­ann sem for­seta.

„Það er nú talað um að um 20% kjós­enda í Banda­ríkj­un­um vilji hvor­ug­an fram­bjóðand­ann þannig það er spurn­ing hvort þetta leiði til þess að fólk snúi bak­inu við Biden, muni sleppa að mæta á kjörstað eða snúi sér að Trump,“ seg­ir Silja.

mbl.is